Saga - 2013, Blaðsíða 121
Jóhönnu sýndist feiknarþörf á siðferðislögregludeild, skipaðri
tveimur konum í upphafi, milliliðalaust undir stjórn lögreglustjóra.
Þá þyrfti leynilögreglu, sem ynni með siðferðisdeildinni „í þágu
bætts siðferðis“.83 Þótt Jóhanna teldi rannsókn sína hafa sannað
siðferðisbrest rösklega fimm hundruð kvenna, flestra á ungaaldri,
fann hún brýna þörf fyrir fyllri gögn um kynlíf þeirra. Þetta sést til
dæmis af dæmigerðri umsögn um vinsæla leikkonu í skrá hennar:
„Mjög athugunarverð“.84 Jóhönnu þyrsti líka í gleggri upp lýsingar
um þær þúsundir léttúðarkvenna og hundruð vegvilltra
stúlkubarna sem hún taldi sig hafa vísbendingar um, þótt þær
nægðu ekki til að skrá viðkomandi í bókum hennar. Þá fýsti hana að
grennslast frekar fyrir um fjölda hermannavina, karla og konur, sem
hún grunaði um framhjáhald eða hórmang.85 Þótt nýjar deildir
siðferðis- og leynilögreglu legðu sig allar fram um að halda uppi
reglubundn um njósnum um kynlíf og siðferði þúsunda manna, var
augljóslega hæpið að þær gætu leyst þetta stórbrotna verkefni af
hendi einar og óstuddar. Jóhanna lét því í ljós þá ósk að
lögreglustjóri virkjaði allt lögreglulið Reykjavíkur (þar sem fjölga
átti mönnum úr 60 í 76) í baráttunni fyrir bættu siðferði bæjarbúa.
Hver einasti lögregluþjónn yrði skyldaður til að gefa deildinni að
minnsta kosti vikulega skýrslu „um athuganir sínar í þágu hennar“.
Deildin ætti að stunda „nákvæma bókfærslu“ um þessar skýrslur og
sýna lögreglu stjóra hana í mánuði hverjum. Með því að afla sér um
það bil 3950
lögregluskýrslna um kynlíf og siðferði borgaranna ár hvert, auk
skýrslna siðferðis- og leynilögregludeilda, virðist Jóhanna hafa eygt
von um að geta endanlega afhjúpað léttúðarkonur og spillingaröfl
ástandsins.86 ekki skýrði hún þó hvernig íslenska ríkið ætti að hafa
bolmagn til að vista á hælum og vændisstöðum allan þann aragrúa
ólifnaðarkvenna sem flett yrði ofan af með auknum umsvifum lög-
reglunnar.87
Jóhanna lagði hins vegar til að komið yrði upp hið bráðasta mót-
tökustöð, sjúkrahúsi, þar sem lögreglan gæti umsvifalaust hneppt
ástandið og yfirvöldin 119
84 ÞÍ. Ue. A/1-3. Nr. 6.
85 ÞÍ. Ue. B/1-9. Jóhanna knudsen til einars Arnórssonar 9. febrúar 1943.
86 ÞÍ. Ue. D/1-7. Tillögur um starfsemi lögregludeildar. Uppkast; „Lögreglunni
í Reykjavík verður fjölgað um 16 menn“, Morgunblaðið 31. ágúst 1940, bls. 3.
87 ÞÍ. Ue. B/1-9. Jóhanna knudsen til einars Arnórssonar 9. febrúar 1943.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 119