Saga - 2013, Blaðsíða 135
menn stjórnarflokkanna að milda þau svo mjög að Hermann taldi
þau orðin næsta gagnslaus. eftirlitsaldur var meðal annars lækk -
aður úr 20 árum í 18 ár, sem margir uppeldisfrömuðir töldu eðlileg-
an sjálfræðisaldur.132 Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, sem tók
við af þjóðstjórninni í maí 1942 með stuðningi Alþýðuflokks og
Sósíalistaflokks, virðist samt hafa talið lögin ganga of langt í forsjár-
hyggju og einungis fylgt þeim eftir með hálfum hug.133
Í eitt og hálft ár, frá apríl 1942 til október 1943, framfylgdu stjórn-
völd bráðabirgðalögunum og lögunum sem þingið samþykkti á
grundvelli þeirra, einkum í Reykjavík og nágrenni. Ungmenna -
dómur tók fyrir 62 mál, úrskurðaði 26 stúlkur til vistar á sveitabæj-
um og sendi 14 stúlkur í nýstofnaðan vinnuskóla á kleppjárns reykj -
um, flestar fyrir óreiðu og lauslætislíf. Frumgögn í öllum þessum
málum voru skýrslur Jóhönnu knudsen, sem Hermann Jónasson fól
í apríl 1942 að annast ungmennaeftirlit lögreglunnar í nánu
samstarfi við barnaverndarnefnd. Flestir úrskurðirnir snerust um
15–16 ára gamlar stúlkur og dómsgögn sýna að allnokkur hópur
unglingsstúlkna var í tygjum við hermenn. Ungmennaeftirlitinu og
barnaverndarnefnd bar að hafa afskipti af þessum stúlkum og til
ástandið og yfirvöldin 133
134 ÞÍ. DR. B/1040–1042. Ungmennadómur 1942–1943; Ue. B/1-32. Jónatan Hall -
varðsson til Jóhönnu knudsen 13. mars 1944. Tveir úrskurðir ungmennadóms
eru ekki taldir með hinum 40 hér að ofan. Þar var um að ræða eina stúlku, sem
vistuð var hjá frænku sinni utanbæjar, og aðra sem áfrýjaði hælisúrskurði til
hæstaréttar. Sú stúlka var að sögn Jóhönnu knudsen eina stúlkan sem
úrskurðuð var til hælisvistar vegna leti, útivistar og ódælni en ekki „siðferðis-
brots“. Hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði og ákvað að yfirvöld skyldu koma
henni fyrir á heimili (í sveit) eða í skóla. Athyglisvert er að hæsti réttur fann
sérstaklega að því að stúlkan skyldi ekki hafa verið leidd fyrir ungmennadóm
„svo fljótt sem kostur var“, eftir að hún var hneppt í gæslu (í upptökuhælinu
í farsóttarhúsinu í Reykjavík), enda hefði dómurinn „þá átt að kveða, áður en
sólarhringur var liðinn, upp úrskurð um, hvort henni skyldi haldið áfram í
gæslu, sbr. lögjöfnun frá 60. grein stjórnarskrárinnar.“ Þetta var alvarleg
áminning frá hæstarétti um að ungmennaeftirlitið, undir stjórn Jóhönnu
knudsen, bryti stjórnarskrárbundin réttindi þeirra ungmenna sem það héldi í
upptökuhælinu, án þess að leiða þau tafarlaust fyrir dóm. Meðal hæstaréttar-
dómara á þessum tíma, í nóvember 1942, var einar Arnórs son, sem tók við
embætti dómsmálaráðherra í desember sama ár. (Hæsta réttar dómar 1942, bls.
287–288; Íris C. Lárusdóttir, Það er draumur að vera með dáta, bls. 54–57; ÞÍ.
Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.)
135 Jóhanna knúdsen „eigum við að eftirláta hernum stúlkubörnin?“, Morgun -
blaðið 30. desember 1943, bls. 4–5; ÞÍ. Ue. B/1-9: Jóhanna knudsen til einars
Arnórs sonar 9. febrúar 1943.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 133