Saga - 2013, Blaðsíða 148
eignuðu menn hins vegar sjálfum Ólafi helga, en Norðmenn gerðu
sér snemma háar hugmyndir um löggjafarhlutverk hans. vel má
vera að einstök ákvæði laganna hafi orðið til á hans dögum, jafnvel
verið færð í letur strax eða fljótlega, en ólíklegra að það hafi verið
heildstæður lagabálkur, hvað þá að hann hafi staðið lítt breyttur
fram um 1160.8
Af þessari „Ólafsgerð“ kristinréttar Gulaþingslaga er aðeins til
stutt textabrot í sérstöku handriti.9 en svo vel vill til að einn af afrit-
urum yngri gerðarinnar bar hana saman við handrit þeirrar eldri og
skráði samanburð þar sem honum fannst ástæða til. Þær athuga-
semdir eru varðveittar í aðalhandriti Gulaþingslaga.10
Bannað að bera út börn
Skömmu eftir að lagaritun hófst á Íslandi, og um sama leyti og
íslenskur kristinréttur var fyrst lögfestur, semur Ari Íslendingabók
þar sem hann vottar að útburður barna sé bannaður á Íslandi og hafi
verið það lengi.11 Um það bann finnst þó ekki orð í Grágás. Það var
orðið nógu sjálfsagt til að ekki þyrfti að taka það fram. ekki ber
helgi skúli kjartansson146
8 Að því leyti get ég ekki tekið undir ályktanir Brynju (bls. 110–111) um það
hverju Ólafur kóngur hafi haldið að Íslendingum.
9 AM 315 f fol, norskt handritsbrot frá um 1175–1200, virðist sem sagt ritað eftir
að efni þess var ekki lengur gildandi lög. Það varðveittist á Íslandi, er þannig
vitnisburður um áhuga á norskri lagahefð sem kann að hafa kviknað við vinnu
Íslendinga að samningu Járnsíðu og Jónsbókar. Fjögur yngri handrit eða hand-
ritsbrot af norskum „kristinrétti forna“ hafa einnig varðveist á Íslandi — eins
og Brynja bendir á, bls. 113. en þau þykir ljóst að séu öll skrifuð af norskum
afriturum (tvö á 13. öld, tvö á 14., óvíst hvort þau komu til Íslands nýskrifuð
eða síðar) og segja því ekkert um tengsl Íslands við norskan kristinrétt fyrir tíð
Árna Þorlákssonar.
10 Donvar 137 4to í konungsbókhlöðu í kaupmannahöfn, norskt handrit frá s.hl.
13. aldar. Trúlega skrifað fyrir 1267, þegar ný Gulaþingslög voru sett. Nýnefnt
handritsbrot (nmgr. 9) er þó dæmi um að menn áttu það til að skrifa upp
úreltar gerðir laga.
11 Hér skiptir ekki máli hvaða „fornu lög“ um útburð hann taldi hafa gilt fram
yfir kristnitöku, heldur að „fám vetrum“ síðar var „sú heiðni af numin sem
önnur“ (Íslendingabók, 7. kafli). Hvort sem Ari vissi þetta nákvæmlega eða ekki,
þá sýnir frásögnin að um hans daga var barnaútburður ekki löglegur á Íslandi
og hafði ekki verið í manna minnum.
12 Þar eru hins vegar ákvæði um hversu með skuli fara ef barn deyr í höndum
móður sinnar og grunur vaknar um að því hafi verið styttur aldur; nánar um
það síðar. else Mundal (Barneutbering, bls. 17–22, 44–54) telur þetta allt fjalla
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 146