Saga - 2013, Blaðsíða 124
en breski herinn sat hér að mestu um kyrrt á meðan Bandaríkjaher
flutti hingað mikinn liðsafla fram á næsta ár. Ógnin af ástandinu óx
hröðum skrefum í augum margra áhrifamanna, þar á meðal for-
sætisráðherra, landlæknis og Jóhönnu knudsen, sem töldu enn
brýnni þörf á vörnum ríkisins. Reynslan 1941–1942 átti líka eftir að
sýna að áhyggjur forsætisráðherra af framferði bandarískra her-
manna voru alls ekki ástæðulausar. Í hönd fór alda ofbeldis og
áreitni, sem beindist sérstaklega að konum.96
Herferð gegn ástandinu: Skýrsla ástandsnefndar
Jóhanna segir að sér og yfirboðurum sínum hafi verið ljóst að
tillögur hennar kæmu ekki að „verulegum notum“ nema unnið
„yrði kappsamlega að því að breyta almenningsálitinu í landinu
hvað hernámsmenn snerti“. vorið 1941 hafi hún því gengið á fund
áhrifamanna í þessum tilgangi, svo sem biskups, fræðslumálastjóra,
landlæknis, borgarstjóra, sakadómara, formanns barnaverndar-
nefndar, háskólarektors, kvenréttindakvenna, skólastjóra og
kennara og Sigurðar Nordals prófessors. Að hvatningu lögreglu-
stjóra segist Jóhanna einnig hafa rætt við Georgíu Björnsson, danska
eiginkonu Sveins Björnssonar, nýkjörins ríkisstjóra, og beðið hana
„að vekja athygli manns síns á þessu vandamáli“.97 vorið 1940 hafði
Sveinn (þá ráðunautur þjóðstjórnarinnar í utanríkismálum) beðið
Breta að reyna að skilja að hluti bæjarbúa kynni að vera í óþarfa
uppnámi vegna ástandsins, en aðeins „tími og reynsla“ gæti sefað
þá.98 Allt er þetta til marks um að þeir Agnar og Hermann hugðust
nota rannsókn yfirhjúkrunarkonunnar til áhrifa á almenningsálitið,
með hjálp ýmissa valdamanna, og þrýsta þannig á ríkisstjórnina og
Alþingi að hefta samskipti kvenna við hermenn. vandinn var sá,
sagði Jóhanna, að „málið átti erfitt uppdráttar og fáa talsmenn.“99
Í júlí 1941 sendi vilmundur Jónsson landlæknir dómsmála ráðu -
neytinu harðort embættisbréf um „saurlifnað í Reykjavík og
stúlkubörn á glapstigum“. Jóhanna knudsen hafði augljóslega
hvatt landlækni til að beita sér í málinu, að undirlagi ráðherra og
þór whitehead122
96 Alþingistíðindi 1942 B, d. 104–105, 111 og 120; Heilbrigðisskýrslur 1940, bls. 203
og 208; Íris C. Lárusdóttir, Það er draumur að vera með dáta, bls. 32–36.
97 ÞÍ. Ue. B/1-25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.
98 ÞÍ. UR I/168, 2. Sveinn Björnsson til C. Howards Smiths 26. júní 1940.
99 ÞÍ. Ue. B/1-9. Jóhanna knudsen til einars Arnórssonar 9. febrúar 1943.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 122