Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 14

Saga - 2013, Blaðsíða 14
upphaflega birt í Blöndu árið 1936 en kom út á nýjan leik í bók hans Sjö dauðasyndir. Sögur af íslenzkum sakamálum frá ýmsum öldum árið 1951.8 enda þótt skáldverk sæki efni til réttargagna og annarra frum- heimilda getur verið erfitt fyrir þann sem lítið veit um málavexti að greina á milli þess sem gerðist í raun og veru og hins sem er upp- diktað til að þjóna skáldskapnum. Undir þetta falla verk Þorgeirs Þorgeirsonar og Guðlaugs Guðmundssonar. Í sögu sinni fylgir Þorgeir meginlínunni í yfirheyrslunum hvað varðar atburðarás morð næturinnar og samband Natans og Agnesar Magnúsdóttur en í sinni sögu fer Guðlaugur aðra leið hvað varðar sambandsmálin. Rétt er þó að taka fram að þótt bók Guðlaugs sé að stofni til „sagnfræðilegt skáldrit“, eins og hann kallar hana, hefur hluti ritsins að geyma frumheimildir. Þar eru m.a. birt brot úr yfir- heyrslum, ýmis réttarskjöl og bréf sem fóru milli Björns Blöndals sýslumanns og Gríms Jónssonar amtmanns. Þessar heimildir bregða mikilvægu ljósi á málið og auka vissulega mjög gildi bókar- innar. Guðbrandur Jónsson styðst við ýmis sömu frumgögn og Þorgeir og Guðlaugur en grein hans getur verið misvísandi því höf- undur vitnar ekki til heimilda. Í Sjö dauðasyndum segir hann að vísu í formála frá helstu heimildaflokkum sem stuðst er við en tekur fram að engar tilvísanir séu í ritinu „vegna þess að lesanda hljóta að vera auðfundnar heimildirnar.“9 Lesandi á þó ekki alltaf auðvelt með að átta sig á heimildunum; hvað tekið er úr þeim og hvað séu ályktanir höfundar en Guðbrandur leggur talsvert upp úr þeim í texta sínum. Auk þess er hann stundum nokkuð dómharður í garð eggert þór bernharðsson12 8 Guðbrandur Jónsson, „Dauði Natans ketilssonar“, Blanda 6 (1936), bls. 1–36; Guðbrandur Jónsson, Sjö dauðasyndir. Sögur af íslenzkum sakamálum frá ýmsum tímum (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1951). — Greinin var aftur gefin út í safnritinu Syndir feðranna II. Sagnir af gömlum myrkraverkum árið 1987 en þar hafði Gunnar S. Þorleifsson safnað saman nokkrum greinum um gömul sakamál. — Rétt er að geta þess að í kennslubók Braga Guðmundssonar og Gunnars karls sonar Uppruni nútímans. Kennslubók í Íslandssögu eftir 1830 (Reykjavík: Mál og menning 1988) er unnið með dóminn sem féll í málinu í landsyfirrétti, sjá bls. 185–188. Þá virðist ástralski rithöfundurinn Hannah kent nýta í skáldsögu sinni Burial Rites (London: Picador 2013) efni úr kirkjubókum og sóknarmannatölum og hluta þeirra prentuðu frumgagna sem er að finna í bókinni Enginn má undan líta. Hins vegar er meginlínum í yfirheyrslum ekki fylgt í skáldsögunni hvað varðar atburðarás morðnæturinnar og samband Natans og Agnesar. Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.