Saga - 2013, Blaðsíða 131
um voru það framsóknarmenn sem kröfðust róttækra ráðstafana í
siðferðismálum, undir forystu Hermanns Jónassonar og flokksfor-
mannsins, Jónasar Jóns sonar frá Hriflu.119 Andúð á ástandinu réðst
annars lítt af stjórnmálaskoðunum manna, því þjóðernishyggja átti
talsmenn í öllum stjórnmálaflokkunum eins og umhyggja fyrir ung-
um stúlkum á glapstigum.120
Breska setuliðsstjórnin var í senn ævareið og sár vegna ástands -
skýrslunnar. Þó að öryggisliðar teldu aðeins einn nefndarmann
andstæðing bandamanna, augljóslega Brodda Jóhannesson sem
numið hafði í Þýskalandi, voru þeir sannfærðir um að nasistar með
Agnar kofoed-Hansen í fararbroddi stæðu hér að baki. Tilgangur
þeirra væri að espa Íslendinga upp gegn bandamönnum og veita
Þjóðverjum magnað áróðursefni. erindrekar, sem fylgst hefðu með
konum fyrir lögreglustjóra, væru flestir „einstaklega illa þokkaðir
náungar“.121 Það kemur heim við þetta að þau Agnar, Jóhanna
knudsen, Þorkell G. Hjálmarsson og Lárus Salómonsson voru öll á
lista bandamanna um „hættulega menn“, sem handtaka átti ef hætta
væri á innrás Þjóðverja.122 Jóhanna knudsen var þó enginn stuðn -
ingsmaður Þjóðverja fremur en ýmsir á handtökulistanum.123
Bretar mótmæltu skýrslu ástandsnefndarinnar við Hermann
Jónasson, sem afhenti breska setuliðinu í sáttaskyni afrit af skrá lög-
reglunnar um ósiðprúðar konur, án þess að nafngreina þær.124 Í
október 1941 birti breska öryggisliðið síðan greinargerðir um athug-
un sína á skránni. Bretar báru lof á sakadómara og rannsóknarlög-
reglu fyrir skýrslur þeirra um 50 stúlkur. Þeir bentu á að mikill hluti
þessara stúlkna, þar af fimm yngri en 16 ára, hefði stundað kynlíf
með Íslendingum jafnt og hermönnum og byrjað ólifnað með lönd-
um sínum. Skrá lögreglustjóra um konur sem hefðu hagað sér
ósæmilega hvíldi aftur á móti á sögusögnum, getgátum og vitnis-
burðum frá ýmsum óvitnisbærum mönnum. Skráin hefði reynst ná
yfir 399 konur sem tengdust Bretum, en ekki 521, þar af fjórar giftar
hermönnum. Af þeim 395 konum sem þá stæðu eftir væri ekkert
skráð um 317, annað en að þær hefðu átt einhvers konar skipti við
ástandið og yfirvöldin 129
121 IDF. Relations between the British Garrison and the Icelanders, bls. 20–22.
122 Þór Whitehead, Bretarnir koma, bls. 278, 282–283 og 285.
123 ÞÍ. Ue. B/1-8: Jóhanna knudsen, Lögreglan í Reykjavík. Skýrsla, 25.
nóvember 1942.
124 NA. FO 371/29299. Howard Smith til Anthonys edens 4. september 1941. ÞÍ.
Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar, 13. janúar 1944.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 129