Saga - 2013, Blaðsíða 216
A F A Ð A L F U N D I S Ö G U F É L A G S 2 0 1 3
Aðalfundur Sögufélags árið 2013 var haldinn laugardaginn 9. nóv-
ember í Þjóðskjalasafni Íslands. Samdægurs var þar haldið upp á
norræna skjaladaginn og var sú samkoma ágætlega sótt. Sama má
segja um fyrirlestur sem Sögufélag stóð að á undan aðalfundi.
Nefndist hann „Sannleikskorn í söguburði? Anderson, Blefken og
Peerse um Íslendinga.“ Sagnfræðingarnir Gunnar Þór Bjarnason og
Már Jónsson ræddu Íslandslýsingu Johanns Andersons, borgarstjóra
í Hamborg, sem kom út ytra árið 1746, auk eldri óhróðurs þeirra
Göries Peerse og Dithmars Blefkens um land og þjóð. Gerður var
góður rómur að máli Gunnars Þórs og Más, sem skiptust á að stíga
í pontu og ræða ímynd Íslands að fornu og nýju. Að erindi loknu,
klukkan 16:30, hófust venjuleg aðalfundarstörf. Forseti Sögufélags
setti fundinn og skipaði fundarstjóra Guðmund Jónsson, prófessor
í sagnfræði við Háskóla Íslands. Súsanna Margrét Gestsdóttir ritaði
fundargerð. Lögum samkvæmt flutti forseti síðan skýrslu stjórnar
fyrir það starfsár sem var að líða. Þá ræðu hóf ég með því að
minnast Heimis Þorleifssonar. Hann lést 17. júlí í sumar eftir erfið
veikindi. Heimir settist í stjórn Sögufélags árið 1979 og var forseti
þess árin 1988−2001. Hann var um áratugaskeið kennari í sögu við
Mennta skólann í Reykjavík og nutu margir framtíðarsagnfræðingar
leið sagnar hans þar, ég þeirra á meðal. Þá var Heimir mikilvirkur
höfundur fræði rita og kennslubóka í sagnfræði. Gestir aðalfundar
risu úr sætum og minntust Heimis Þor leifssonar.
Flutti ég svo skýrslu stjórnar Sögufélags. Á aðalfundi 2012 voru
kjörin til stjórnarsetu auk mín þau Bragi Þorgrímur Ólafsson, fag -
stjóri á handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns,
Helga Jóna eiríksdóttir, starfsmaður á Þjóðskjalasafni Íslands, Helgi
Skúli kjartansson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands,
Illugi Gunnarsson alþingismaður, Sverrir Jakobsson, aðjunkt (nú
lektor) í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Súsanna Margrét Gests -
dóttir sagnfræðingur. Stjórnin var því óbreytt frá fyrra ári. Helga
Jóna og Sverrir töldust til varamanna en sátu stjórnarfundi jafnfætis
öðrum. Á fyrsta fundi skipti stjórn með sér verkum og hélt fólk fyrri
embættum: Bragi Þorgrímur Ólafsson var kjörinn gjaldkeri, Súsanna
Margrét Gestsdóttir ritari og aðrir aðalstjórnarmenn töldust
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 214