Saga - 2013, Blaðsíða 138
yfirvöldum falin að fullu umsjón með afvegaleiddum ungmennum.
Þetta samþykkti ráðherra fúslega frá og með 1. desember 1943, en
fékk dóminn jafnframt til að fella úr gildi úrskurði um vist stúlkna
á sveitabæjum.142 Þetta gerði einar augljóslega til að gæta jafnræðis
á milli þessara 24 stúlkna og hinna, fjögurra, sem leystar voru úr vist
á kleppjárnsreykjahælinu. Jafnframt var upptökuhæli ungmenna í
Reykjavík lagt niður.
einar Arnórsson virðist ekki hafa talið að ótti þeirra Jóhönnu
knudsen og Hermanns Jónassonar við að ástandskonur tortímdu
þjóðerni og siðferði Íslendinga væri „á rökum byggður“. Þar að auki
virðist hann hafa haft álíka efasemdir um löggjöf fyrirrennara síns
og ýmsir þingmenn, ekki síst í hans eigin flokki, Sjálfstæðis flokkn -
um.143 Sem ráðherra í utanþingsstjórn átti einar þó trúlega hægara
með að sveigja frá löggjöf sem beint var gegn ástandinu en ráðherra
í stjórn sem studdist við meirihluta Alþingis og var háðari þrýstingi
áhrifahópa og almennings.
Jóhanna knudsen deildi ákaft á dómsmálaráðherrann fyrir að
gera ungmennaeftirlitslöggjöfina óvirka og sakaði þennan yfirboð -
ara sinn um að ofurselja hernum stúlkubörn. Um leið varð Jóhanna
að eins konar sameiningartákni þeirra sem kröfðust þess að stjórn-
völd framfylgdu og hertu á þessari löggjöf í anda þjóðernislegrar
forsjárstefnu.144 Allt til stríðsloka hlaut Jóhanna og málstaður
hennar öflugan stuðning frá ýmsum af helstu leiðtogum kvenna,
þjóð kirkjunni, skólastjórum og öðrum kunnum mennta- og embætt-
ismönnum. Stóryrði hennar í dagblöðum virðast síður en svo hafa
grafið undan þessum stuðningi áhrifafólks, enda féllu þau að við -
tekinni þjóðernisorðræðu samfélagsins. Þótt setuliði Bandaríkjahers
þór whitehead136
143 ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.
144 Jóhanna knudsen, „Ungmennaeftirlitið“, Morgunblaðið 24. nóvember 1943, bls.
5 og 8; Jóhanna knudsen, „eigum við að eftirláta hernum stúlkubörnin?“,
Morgun blaðið 30. desember 1943, bls. 4–5; „Á ungmennaeftirlitið og kvenlög-
regluembættið að leggjast niður? (viðtal við Jóhönnu knudsen löggæslukonu)“,
Nýtt kvennablað v:8 (desember 1944), bls. 8–10; ÞÍ. Ue. B 1/25. Handskrifuð
athugasemd, sjá Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.
145 Þór Whitehead, Ísland í hers höndum, bls. 113; ÞÍ. Ue. B/1-44. Jóhanna knud -
sen til Símonar Jóh. Ágústssonar 15. september 1944. C 2/8. Sama til Gunnars
Árnasonar 17. nóvember 1944. B/1-68. kristín Ólafsdóttir o.fl. til
bæjarstjórnar Reykjavíkur 30. janúar 1945. B/1-67. Sigurgeir Sigurðsson bisk-
up o.fl. til ríkisstjórnar Íslands 30. janúar 1945. DR. B/1040. Sigurgeir
Sigurðsson biskup o.fl., bréf til ríkisstjórnar Íslands febrúar 1944;
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 136