Saga - 2013, Blaðsíða 49
heimilda yfirleitt, en þar segir þó á fimm stöðum í lýsingu á Agnesi:
„sögð var hún“, „er og sagt“, „er ekki getið um“, „er svo sagt“ og
„lá orð á henni“. Þannig er afar óljóst hverjir heimildarmennirnir
eiga að hafa verið um þessi ástar- og hatursmál.161 Brynjúlfur frá
Minna-Núpi þótti vandaður höfundur á sinni tíð en e.t.v. á það við
hér sem Magnús Hauksson bókmenntafræðingur segir um innlifun
Brynjúlfs og skilning á „sammannlegri reynslu og tilfinningum“;
hann hafi beitt persónulegum og sálfræðilegum skýringum.162 Árni
Árnason frá Höfðahólum komst hins vegar svo að orði í sambandi
við rangfærslur þegar bók Brynjúlfs kom út árið 1912: „en ekki má
Brynjúlfi gamla einum um það kenna því vandfundinn mun
vandaðri maður en hann er eða jafn sannsögull. en ég hef grun á að
sá brestur sé á ráði Brynjúlfs að hann ætli aðra eftir sjálfum sér jafn
vandaða og sannsögla; en slíku er vant að treysta …“163 en hvernig
var þá þessum sambandsmálum Agnesar, Natans, Sigríðar og
Friðriks háttað?
Afar fátt er um heimildir um persónuleg mál sakafólksins ef frá
eru skildar yfirheyrslurnar vegna morðbrennunnar. Í þeim eru ástir
og tilfinningar ekkert sérstakt feimnismál. Sigríður Guðmunds dóttir
segir svo frá: „einhverntíma á þorranum164 í vetur kom Friðrik
Sigurðsson í katadal að Illugastöðum og var Agnes Magnúsdóttir
þá ekki heima, nefndi hann þá við mig hvort ég ekki mundi vilja
gift ast sér. Svaraði ég þar til að fyrst vissi ég ei hvort það stæði mér
til boða og síðan væri mér annar eins kær, nefnil[ega] Natan hús-
bóndi minn, sem og svo hafði lofað mér því.“ Friðrik reyndi að
sannfæra Sigríði um að þetta myndi ekki ganga eftir og þrátt fyrir
kærleikann voru vöflur á henni vegna framkomu Natans við hana:
„Sagði þá Friðrik að Natan mundi ei efna þetta loforð, hvað ég og
svo var hrædd um, þar fyrir utan treysti ég mér ei að vera lengur hjá
Natan og þola þær skammir sem ég oft og tíðum varð að þola, og sá
að ég mundi ekki með góðu móti geta burtu frá honum komist …“
friðrik, agnes, sigríður og natan 47
162 Magnús Hauksson, Íslenskar heimildabókmenntir, bls. 109.
163 Ísafold 23. nóvember 1912, bls. 285.
164 Þorrinn 1828 stóð frá 25. janúar til 24. febrúar.
165 Sigríður aftraði Friðriki frá því að drepa Natan í þetta sinn, m.a. vegna þess
að þar hafi verið „Sigurður Þorsteinsson, skagfirskur, sem ætlað haft næst-
komandi vor í vinnumennsku hjá Natan … og hafi Friðrik því ekki sagst vilja
drepa hann saklausan, því hann hefði ekkert illt gjört sér, hvorki eður
öðrum.“ ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. 1827–1830. Dóma- og þingbók,
bls. 156–157.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 47