Saga - 2013, Blaðsíða 102
regluna.19 Rannsókn siðferðismála „ætti heima hjá sakadómara
(rannsóknarlögreglu), en ekki lögreglustjóra (götulögreglu)“.20 Hér
vísaði Sigurður til þess að 1939 hafði Hermann Jónasson dómsmála -
ráðherra fengið lögreglustjóraembættinu í Reykjavík skipt, þannig
að dómsvald og rannsóknir afbrota færðust yfir til nýs embættis
saka dómara. Þessi skipting var nauðsynleg vegna þess að lögreglu-
stjóraefni Hermanns, Agnar kofoed-Hansen, var ólöglærður maður.
Fyrrverandi lögreglustjóri, Jónatan Hallvarðsson, sem talinn var
einn færasti lögfræðingur landsins, hafði hins vegar verið skipaður
sakadómari og yfirmaður rannsóknarlögreglunnar.21
Jóhanna segir að yfirhjúkrunarkona og barnalæknar í Reykjavík
hafi einnig neitað henni um upplýsingar um „athugunarverð“
heimili og unglinga í bænum. Hins vegar hafi hún fengið
„sæmilegar undirtektir“ frá öðrum aðilum; kennurum, prestum,
fátækrafulltrúum, barnaverndarnefnd og barnaheimilum. Þá hafi
lögreglustjóri útvegað sér aðstoðarmann til að afla upplýsinga um
fólk og leyft nokkrum lögregluþjónum að hjálpa sér við þetta verk-
efni. Jóhanna sagði að aðstoðarmaðurinn, Þ.H., hefði unnið að leyni-
legri „upp lýsingastarfsemi fyrir lögreglustjórann“ og hún skrásett
vitneskju sem hann hefði aflað um siðferðismál bæjarbúa allt frá því
fyrir hernám.22 Í vegarnesti hefði hún fengið lista með nöfnum um 70
kvenna, „er taldar voru vændiskonur“.23 Jóhanna vísaði einnig til
þessara kvenna sem „lauslætiskvenna“, enda var skilgreining hennar
á vændi bæði víðtæk og óljós, eins og aðstoðarmannsins.24
þór whitehead100
19 Sigurður Magnússon (1911–1989) hafði þá nýlega vakið þjóðarathygli fyrir að
fletta ofan af svikum Láru Ágústsdóttur miðils. viðhorf þeirra Sigurðar og
Jóhönnu til ástandsins voru í upphafi svipuð, en 1941–1944 virðist Sigurður hafa
gagnrýnt starfsaðferðir Jóhönnu knudsen og vefengt lagalegt umboð hennar til
rannsókna. Hún lagði fæð á hann og sakaði um vanrækslu í starfi. Sigurður varð
síðar kunnur sem blaðafulltrúi Loftleiða hf. og vinur og samstarfsmaður
kristjáns Guðlaugssonar hrl., stjórnarformanns félagsins, sem gagnrýndi öðrum
fremur vinnubrögð lögreglunnar í ástandsmálum í ritstjóra tíð sinni á Vísi, sjá bls.
126–128 og 130 hér í þessari grein. (Sigurður Magnússon, „Hernámið“, bls. 262–
266. ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.)
20 ÞÍ. Ue. D/1-15. Jóhanna knudsen, handrit í stílabók, tvö yfirlit yfir störf 1941,
ódagsett. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.
21 Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson, Lögreglan á Íslandi. Stéttartal og
saga (Reykjavík: Byggðir og bú 1997), bls. 323–325.
22 ÞÍ. Ue. D/1-15. Jóhanna knudsen, handrit, yfirlit yfir störf 1941.
23 ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.
24 ÞÍ. Ue. D/1-15. Jóhanna knudsen, handrit, yfirlit yfir störf 1941.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 100