Saga - 2013, Blaðsíða 193
„eCCLeSIA NIDROSIeNSIS“ AND „NOReGS veLDI“. THe ROLe
OF THe CHURCH IN THe MAkING OF NORWeGIAN DOMINA-
TION IN THe NORSe WORLD. „Norgesveldet“, Occasional Papers
No. 3. Trondheim Studies in History. Ritstj. Steinar Imsen. Rostra
Books, Akademika Publishing. Þrándheimi 2012. 367 bls. Heimilda -
skrár, töflur, myndir, kort.
Rit það sem hér liggur fyrir er safn 15 ritgerða um hlutverk kirkjunnar,
nánar til tekið erkibiskupsdæmisins í Þrándheimi, í þróun og eflingu norska
konungsveldisins á (há- og að nokkru síð-)miðöldum. eiga þær rætur að
rekja til málstofufyrirlestra sem fluttir voru í Reykholti síðsumars 2011 á
vegum fjölþjóðlegs rannsóknarverkefnis undir heitinu The Realm of Norway
and its Dependencies as a Political System c. 1270–1400. Sem kunnugt er var
Ísland hluti af erkibiskupsdæminu frá stofnun þess 1152/53 til siðaskipta.
einn hluti safnsins, eða fimm ritgerðir (8.–12. kap.), fjallar enda um íslensk
málefni eins og komið verður að síðar. Áhersla ritsins felst ekki síst í að
greina hvaða hlutverki kirkjan gegndi við að tengja hið norska áhrifasvæði
á skosku eyjunum, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi við ríkið sem og hvernig
kirkjan kom við sögu í útþenslu þess til norðurs og austurs.
Meginviðfangsefni ritgerðanna og efnistökin sem beitt er varpa ljósi á
mikilvæga viðhorfsbreytingu sem orðið hefur á síðustu áratugum í miðalda-
og sögurannsóknum, og þá ekki síst þegar um íslenskar rannsóknir og
fræðimenn er að ræða. Um miðbik síðustu aldar var lítt eða ekki fjallað um
hlut kirkjunnar í sögulegri þróun. Skýringarnar á þessu voru margþættar.
Ýmsir fræðimenn aðhylltust t.a.m. söguskoðun sem gerði skýran greinar-
mun á undirstöðum og yfirbyggingu samfélagsins og leit svo á að þær
breytingar sem máli skiptu við sögulegar rannsóknir ættu sér fremur stað í
undirstöðunum en yfirbyggingunni. kirkjan og þeir málaflokkar sem henni
tengdust voru hluti af yfirbyggingunni og komu því lítið til álita í sögurann-
sóknum. Önnur skýring kann að vera sú að grundvallarviðhorf fræðimanna
hafi fremur mótast af samtíma þeirra sjálfra en sögutíma þeirra rannsókna
sem þeir lögðu stund á. Þeir hafa þá gengið út frá aðstæðum sem einkennast
af að kirkjan er fremur einangruð stofnun, á jaðri hins veraldarvædda sam-
félags, sem hefur ekki víðtæk áhrif á aðrar stofnanir samfélagsins eða þróun
þess. Aðstæður voru með allt öðrum hætti á miðöldum. Þá ríkti það sem
R I T D Ó M A R
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 191