Saga - 2013, Blaðsíða 154
fædda fötlun eða vansköpun.
Þessi almenna skylda til að láta börn lifa er líka orðuð í Magn -
úsar gerð Gulaþingslaga (einfaldlega „að barn hvert skal ala á landi
voru er borið verður“24), sömuleiðis í Frostaþingslögum25 og eið -
sifaþings-, en þar er hún líkust kristinrétti nýja:26
Ala skal barn hvert er borið verður og manns höfuð er á, þó að nokkur
örkymli sé á, og engu [engu barni] spilla.
ekkert bendir til að neitt af þessum ákvæðum sé eldra en endur -
skoðun kristinréttar í tíð eysteins erkibiskups. Þá fyrst virðist norska
kirkjan fá stuðning löggjafans til að beita sér af krafti gegn barna-
drápi. Það felst bæði í þessum almennu ákvæðum og í fyrrnefndum
harðari refsingum við útburði eða „heiðnu morði“. Að taka sérstak-
lega fram að bannið gildi „þó að nokkur örkymli sé á“ barninu, og
að taka þá áminningu upp í allar gerðir af kristinrétti nýja, virðist
sýna að útburður vanskapaðra barna sé a.m.k. lifandi minning langt
fram á 13. öld.
Það sem Norðmenn höfðu bannað löngu áður, og lagt við þriggja
marka sekt, hlýtur hins vegar að vera útburður rétt skapaðra barna.
Slíkt athæfi þarf ekki að hafa verið algengt eða þótt á neinn hátt
sjálfsagt. en það hefur a.m.k. talist löglegt27 þar til kirkjan fór að
hafa áhrif á löggjöfina.
Hver hefur ekki mannshöfuð?
Jafnvel í kristinrétti nýja er eins og kirkjan ætli ekki að halda
verndar hendi sinni yfir öllum vansköpuðum börnum heldur þeim
einum sem hafa mannshöfuð. Hvað er þar verið að undanskilja?
Tæplega neina sérstaka vansköpun sem fólk kunni skil á, heldur er
þetta guðfræðilegur endurómur af klassísku vandamáli.
Miðaldakirkjunni var það mikið alvörumál að fremja ekki helgi-
helgi skúli kjartansson152
27 Innan einhverra marka. Samfélagið gat aldrei viðurkennt útburð barna nema
því fylgdu ákveðnar reglur, a.m.k. um það hve ungt barnið þyrfti að vera og
hver hefði rétt til að ákveða örlög þess. ef stúlka ræður sig t.d. í vinnu hjá
bónda og verður ólétt eftir bóndason á næsta bæ, er það þá húsbóndi hennar
sem getur ákveðið að bera út barnið, eða barnsfaðirinn, jafnvel faðir hans?
varla móðirin sjálf en kannski „giftingarmaður“ hennar (þ.e. faðir hennar eða
annar ættingi sem hefur rétt til að ráðstafa henni í hjónaband)?
28 Vef. Maaike van der Lugt, „L’humanité des monstres et leur accès aux sacre-
ments dans la pensée médiévale“, af vefnum Hyperarticles en ligne (http://hal.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 152