Saga - 2013, Blaðsíða 62
hvats og starf hans í kringum texta og bækur eru þó allt annars
eðlis en bréfaskriftir kvennanna á Hallfreðarstöðum þar sem ég
beini sjónum einkum að hagnýtingu skriftar en ekki lestri og skrift
sem samofnum þáttum. Það má orða það svo að rannsóknarspurn-
ingar mínar séu undir áhrifum af kenningum um alþýðlega læs-
isiðkun, m.a. þær sex meginiðkanir sem nefndar hafa verið, frekar
en að mark miðið sé að finna bréfaskrifum kvennanna á Hallfreðar -
stöðum stað innan hverrar fyrir sig.
Jafnframt er byggt á kenningum um eðli, möguleika og takmark-
anir sendibréfa og bréfasafna í sögulegu ljósi. Gengið er út frá því
að bréf séu flókið samspil þess að halda sambandi við ástvini, vett-
vangur tjáningar og sjálfsmyndarsköpunar og leið til þess að koma
á og viðhalda völdum og valdatengslum.8
Til að varpa ljósi á þá menningarlegu og félagslegu þætti sem
hafa áhrif á það hvernig skriftarkunnáttu var miðlað og hún
hagnýtt er fléttað saman umgjörð og innihaldi bréfa kvennanna á
Hall freðarstöðum. Annars vegar eru ytra samhengi þeirra og ein-
kenni skoðuð með því að beina sjónum að aðstæðum bréfritara og
því umhverfi sem þau eru skrifuð í, hvernig þau eru sett upp,
hvernig börnunum var kennt að skrifa o.s.frv. Þar fléttast inn í
póstsamgöngur sem öðrum þræði stjórnuðu því hvenær bréf voru
skrifuð og höfðu jafnvel áhrif á innihald bréfa. Hins vegar er inni-
hald bréfanna til skoðunar þar sem spurt er hvað skrifað var um
og hvernig, hver skrifaði hvað. Og sjónum er beint að áhrifum
kyns og kyngervis á skriftarkunnáttu og hagnýtingu hennar. Rann -
sóknarefnið er því hið smáa og daglega líf á Hallfreðarstöðum í
Hróarstungu og sú mynd sem dregin er upp af því í bréfum til
Páls.
erla hulda halldórsdóttir60
teenth-Century. Ritstj. Anna kuismin and Matthew J. Driscoll (Finnish Literature
Society 2013), bls. 34–41.
8 Sjá einkum Liz Stanley, „The epistolarium: On Theorizing Letters and
Correspondences“, Auto/Biography 12 (2004), bls. 201–235; Liz Stanley, „The
epistolary Gift, the editorial Third-Party, Counter-epistolaria: Rethinking the
epistolarium“, Life Writing 8:2 (júní 2011), bls. 135–152; David A. Gerber, Authors
of Their Lives. The Personal Correspondence of British Immigrants to North America
in the Nineteenth Century (New york og London 2006). Sjálf hef ég skrifað
nokkuð um sendibréf og notkun þeirra í sagnfræðirannsóknum. Hér má benda
á umfjöllun í doktorsritgerð minni: erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur.
Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun / RIkk / Háskólaútgáfan 2011), bls. 56–65.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 60