Saga - 2013, Blaðsíða 178
Fyrst og fremst er það engan veginn víst, að Columbus hafi komið hér
á land, og það ætti að vera nóg, til að fæla menn frá að byggja mikið á
slíkum grundvelli… Þó nú Columbus hafi, sem ólíklegt er, fengið ein-
hverjar fregnir um ferðir Íslendinga, þá hefir það ekki haft nein áhrif á
stefnu hans, en hann hélt frá Spáni suður og vestur í haf.16
Nú hefði mátt ætla að eftir umfjöllun Þorvaldar Thoroddsen myndu
fræðimenn feta slóðina með varkárni og hemja sig í ályktunum,
nýta bestu og öruggustu heimildir og forðast þær sem sannanlega
eru rangar. ekki varð sú raunin því árið 1942 kom út í Reykjavík
bókin Ultima Thule. Torráðnar gátur úr Norðurvegi eftir vilhjálm Stef -
áns son, þar sem teknir eru saman kaflar er birst höfðu nokkrum
árum fyrr í tveimur bókum vilhjálms vestanhafs.17 Í kaflanum
„kom kólumbus til Thule?“ (bls. 143–275) greinir vilhjálmur frá öll-
um helstu heimildum, erlendum sem íslenskum, sem um kólumbus
hafa fjallað og birtir einnig fjölda mismunandi þýðinga af textanum
um Ísland sem birst höfðu í ritum margra fræðimanna og þýðenda.
Fyrsta þýðingin af áðurnefndu bréfi sem vilhjálmur birtir er eftir
hinni svonefndu Churchill-útgáfu frá 1704.18 Í þessari útgáfu eru
nokkrar villur sem síðar eru endurteknar í ritum margra þeirra er
um sögu þessa rita. Í bók vilhjálms Stefánssonar hljóðar Churchill-
textinn svo:
Í febrúar 1467 sigldi ég sjálfur 100 spænskar mílur norður fyrir Thule,
Ísland; norðurhluti þess er í 73 stiga fjarlægð frá jafndægralínu, en ekki
í 63, eins og sumir ætla; það er heldur ekki á þeirri línu, þar sem vestur
Ptolemeusar byrjar, heldur miklu vestar. við eyju þessa, sem er eins
stór og england, verzla englendingar, sérstaklega frá Bristol. Á þeim
tíma sem ég var þar, var sjór ekki frosinn, en svo var mikill munur
flóðs og fjöru, að á sumum stöðum hækkaði í um 26 faðma og lækkaði
í eins mikið.
Hér hef ég feitletrað nokkrar villur. Hafi kólumbus verið fæddur
um 1450 er ártalið 1467 augljóslega rangt og sumir þeir sem stuðst
hafa við þennan texta hafa einfaldlega breytt ártalinu í 1477. Aðrar
sigurður hjartarson176
16 Sama heimild, bls. 93.
17 vilhjálmur Stefánsson, Ultima Thule. Torráðnar gátur úr Norðurvegi. Tveir fyrri
kaflarnir eru teknir úr bókinni Ultima Thule, Further Mysteries of the Arctic, er út
kom 1940. Þriðji kaflinn er tekinn úr bókinni Unsolved Mysteries of the Arctic er
út kom 1939. Sjá formála þýðanda og útgefanda Ársæls Árnasonar.
18 vilhjálmur Stefánsson, Ultima Thule, bls. 148–154.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 176