Saga - 2013, Blaðsíða 213
Flatey á Skjálfanda átt silfurspón og Guðný Ólafsdóttir á Minni-Ökrum í
Skagafirði silfurteskeið árið 1846 (ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Þingeyjarsýsla eD2/1.
Dánarbú 1805–1817, örk 3, bl. 28; Skagafjarðarsýsla eD2/11. Dánarbú 1845–
1852, örk 9, bl. 1). Síðast en ekki síst eru til dánarbú eftir silfursmiði og þegar
ofangreindur eggert Guðmundsson lést 4. september 1841 átti hann silf-
ursmiðjubelg með umbúnaði, vírtöng og klippur, lítið handskrúfstykki,
þrjár beygitangir, ótal þjalir, blýmót, skeiðastimpil, lóðunarpípu og fleira
sem tengist starfinu (ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla
eD3/6. Dánarbú Mýrasýslu 1832–1842, örk 4, bl. 11). Illugi vigfússon á
Granastöðum í köldukinn (1739–1801) átti hins vegar stokk „með aðskiljan -
legum smíðamótum“, lítinn smiðjubelg og lítilfjörlegan steðja, en jafnframt
smíðisgripi svo sem belti af átta gylltum laufaspennum og fimm gyllta
beltis stokka (ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Þingeyjarsýsla eD1/8, 3. Skiptabók 1798–
1807, bls. 158–160).
3) Ljósmyndir eru margar og góðar í bókinni en vannýttar sem verkfæri
til stuðnings við textann. Undantekningalítið eru sýndir heilir gripir og smá-
atriði í aðdáunarverðri stækkun eru aðeins höfð til skrauts á opnum milli
kafla en ekki til fræðslu eða útskýringar. Frábær mynd af víravirki er til
dæmis algjörlega óútskýrð (bls. 358–359). Á einum stað segir: „Augljóslega
er mikill munur á færni þeirra gullsmiða er lærðu ytra og hinna, sem lærðu
hér heima“ (bls. 57). Í hverju fólst þessi munur? Það hefði vel mátt sýna með
ljósmyndum. Hugtök og aðferðir hefði líka mátt útskýra með mynd, svo sem
gangalaverk (bls. 182 og 286) eða það að blað og skaft skeiða var oft smíðað
hvort í sínu lagi en kveikt saman (bls. 285). Sama á við um vandaðar lýsingar
á stíl víða í bókinni, sem ekki tengjast myndum eða þá að atriðin einfaldlega
sjást ekki. versta dæmið er fullyrðingin „Gyllt hempupör Þór unnar sjást vel“
(bls. 240). Því fer nú aldeilis fjarri og rétt grillir í konuna! Stórfenglegar hóp-
myndir eru af skeiðum (bls. 288–289, 292–293, 296–297 og 300–301) en aldrei
báðar hliðar sýndar, jafnvel þótt þar kunni að leynast stimpill (bls. 385).
einnig eru myndirnar ærið smáar sé miðað við uppgefin mál í myndatexta,
eða nálægt 45% af eiginlegri stærð. Fáeinar heilsíðumyndir eru í hlutfallinu
85–95% (bls. 295 og 302), sem er strax miklu betra. villandi myndir eru af tób-
akspontum sem virðast jafnstórar, en önnur er í raun tvöfalt stærri (bls. 331).
Næst því að tengja texta og mynd kemst bráðskemmtileg umræða um bakst-
ursöskju frá 1834 eftir Árna Helgason á Brekku í Norðurárdal, þótt reyndar
sé þar mislesturinn „manto“ fyrir „marito“ (bls. 204–205).
Þessi atriði rýra gildi verksins nokkuð, en auðvitað ber að snúa þeim
upp í tækifæri og segja sem svo að hér séu komnar fyrirtaks tillögur að
framhaldsverkefnum á sviði silfurrannsókna sem vonandi eiga eftir að birt -
ast í greinum og bókum næstu árin, fyrir almenning jafnt sem fræðimenn.
Már Jónsson
ritdómar 211
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 211