Saga - 2013, Blaðsíða 174
afkomenda kólumbusar við spænska konungsvaldið.6 Sagan var
fyrst gefin út í ítalskri þýðingu árið 1571, illilega afbökuð.7 Spænsk
útgáfa, þýðing á þeirri ítölsku, kom fyrst út í Madrid 1749.
Báðir þessir höfundar, Las Casas og Hernando kólumbus, geta
þeirrar heimildar sem snert gæti tengsl kólumbusar við Ísland en
markmið þessarar greinar er að rýna í og leggja mat á heimildir og
texta sem fjalla um kristófer kólumbus og meinta Íslandssiglingu
hans árið 1477. Heimildir þessar eru misjafnar að gæðum, margar
eru mjög rangt þýddar og hafa sumir höfundanna lent á klaufaleg-
um villigötum sem leitt hafa til furðulegra ályktana. verður hér
vikið að þeim heimildum, íslenskum og erlendum, sem helst hafa
mótað skoðanir og ályktanir manna um hugsanlega komu kólumb -
usar til Íslands og þá væntanleg áhrif hennar á síðari siglingar hans
vestur um haf.
I
Í janúarmánuði 1495 var kólumbus staddur á española í annarri
ferð sinni vestur um haf sem „Aðmíráll úthafanna, vísikóngur og
Landstjóri allra þeirra eyja og landa er hann kynni að finna“ en það
var sá titill er hann fékk að lokinni fyrstu siglingunni. Ári fyrr hafði
hann stofnað til bæjarins Isabela á norðurströnd española.8 ekki
leið á löngu þar til upphófust deilur og átök meðal Spánverjanna í
sigurður hjartarson172
6 Deilum afkomenda kólumbusar við spænska konungsvaldið lauk í ágúst 1534
með algerum ósigri afkomendanna, sem fengu ekkert af þeim tekjum, nafn -
bótum og forréttindum sem upphaflega var samið um milli kólumbusar og
konungsvaldsins 1492–1493. Deilurnar eru raktar í formála Luis Arranz að
ævisögu kólumbusar eftir soninn Hernando, Historia del Almirante, bls. 18–22.
7 Sjá Luis Arranz í H. Colón, Historia del Almirante, bls. 24–31. Handrit Hernandos
komst í hendur Luis, bróðursonar hans, sem sendi það til Genúa þar sem það
skyldi gefið út á þremur málum, spænsku, latínu og ítölsku, en aðeins ítalska
útgáfan var prentuð 1571. Spænska handritið hefur ekki sést síðan. Lengi hafa
menn deilt um ágæti hinnar ítölsku útgáfu. Hafa sumir hafnað því að Hernando
geti verið höfundur bókarinnar, aðrir hafa eignað honum bókina alfarið og enn
aðrir hafa viðurkennt að Hernando geti vart verið höfundur þess hluta verksins
sem fjallar um kristófer kólumbus fyrir 1492. Í fyrstu köflum bókarinnar er
vikið að göfugu ætterni kólumbusar langt aftur í aldir og eru menn sammála
um að þar sé um ítalskan tilbúning að ræða.
8 Bærinn Isabela var stofnaður í desember 1493 um 100 km austar en virkið La
Navidad, sem reist var af þeim 39 Spánverjum sem eftir urðu er kólumbus sneri
heim úr fyrstu siglingunni vestur um haf. Spánverjarnir í Isabela tóku brátt að
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 172