Saga - 2013, Blaðsíða 117
hennar um konur og karla í bænum var frá einum og sama mann-
inum, aðstoðarmanni hennar Þ.H. Þetta var fangamark Þorkels
Guð mund ar Hjálmarssonar Diegos, sem Agnar kofoed-Hansen
staðfesti í viðtali við höfund þessarar greinar 1973 að hefði verið
leynierindreki sinn.70 Af upplýsingum sem Þorkell miðlaði Jóhönnu,
um meint kynlíf kvenna fyrir stríð, virðist sem hann hafi fylgst með
löstum næturlífsins að minnsta kosti frá 1937, en ekki kemur fram
hvort það var á vegum lögreglustjóra. víst er að vorið 1940 fylgdist
Þor kell á nóttu sem degi með aðalræðismanni Þýskalands, Werner
Gerlach, og þýskum skipbrotsmönnum af Bahia Blanca, sem grun -
aðir voru um að undirbúa hertöku landsins eftir innrás Þjóðverja í
Danmörku og Noreg. 71
eitt af því sem Hermann Jónasson hafði falið Agnari kofoed-
Hansen, í aðdraganda styrjaldar, var að koma upp „eftirgrennsl-
anakerfi“, leynilegri öryggislögregludeild til að „fylgjast með
ástand inu í bænum“, einkum starfsemi kommúnista og nasista.
vitað er að Agnar kom upp vísi að slíku „eftirgrennslanakerfi“, því
að dómsmálaráðherra veitti honum með leynd fé meðal annars til
að greiða erindrekum laun eða þóknun.72 erindrekar virðast bæði
hafa átt að gæta að öryggi ríkisins og fylgjast með afbrotum, svo
sem í siðferðismálum, þótt slíkt hefði talist í verkahring rannsókn-
arlögreglunnar. Störf Þorkels á þessum sviðum gátu skarast inn-
byrðis, svo sem þegar hann gaf Jóhönnu knudsen upplýsingar um
allnokkrar konur sem hefðu verið í tygjum við skipbrotsmenn af
Bahia Blanca en síðan gefið sig að Bretum, ein jafnvel að kvöldi
hernámsdagsins. Það var alls ekki út í hött þegar sagt var að
„ástandið“ hefði byrjað með komu þýskra skipbrotsmanna í bæinn
fyrir hernámið, en löngu fyrr höfðu íslenskir karlmenn hneykslast
á kvenhylli danskra sjóliða af varðskipum sem hér höfðu við-
dvöl.73
ástandið og yfirvöldin 115
á kleppsvegi á útjaðri bæjarins. Hann starfaði lengst af við skrifstofu- og versl-
unarstörf. Þorkell tók mikinn þátt í safnaðarstarfi Laugarneskirkju, meðal ann-
ars barna- og unglingastarfi, og minntist sóknarpresturinn hans sem
hjálpsams, glaðværs og hjartahlýs manns. Þorkell varð bráðkvaddur í sumar-
leyfisferð við Svartahaf í Búlgaríu 1968. (kristján Þorgeirsson, „Þorkell G.
Hjálmars son“, Íslendingaþættir Tímans 4. október 1968, bls. 5–6.)
71 ÞÍ. Ue. A/1-3, Nr. 11; Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 344–345 og 381.
72 Þór Whitehead, Sovét-Ísland óskalandið, bls. 357.
73 ÞÍ. Ue. A/1-3. Nr. 67. A/1-4. Nr. 3, 4, 11 og 24; Gunnar M. Magnúss, Virkið í
norðri, bls. 138.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 115