Saga - 2013, Blaðsíða 129
skólanum í Reykjavík og kvennaskólanum, fyrir samskipti við her-
menn.111
Flest Reykjavíkurblöðin voru sammála um að ástandið virtist
„ægilegra en nokkurn grunaði“, eins og málgagn sósíalista komst
nú að orði, en brátt kvað við annan tón í Vísi undir ritstjórn kristjáns
Guðlaugssonar lögfræðings.112 Í ritstjórnargreinum, sem vafalaust
voru skrifaðar af kristjáni, sagði að ólifnaður hefði aukist um árabil
í Reykjavík, án þess „að bumbur væru barðar né básúnur þeyttar“.
Nýtt bæri þó við ef 110 stúlkubörn, 12–16 ára, stunduðu ólifnað. Sú
spurning vaknaði hins vegar hvers vegna lögreglan hefði ekki kært
öll þessi alvarlegu afbrot gegn börnum og unglingum til réttra aðila,
barnaverndarnefndar og rannsóknarlögreglunnar (sakadómara).113
Þessir aðilar segðu að þeim hefðu einungis borist tvær til þrjár
kærur vegna siðferðisbrota á hernámstímanum, en landlæknir stað -
hæfði þó að ekkert heimili í bænum væri óhult fyrir vændi barna,
jafnvel undir 12 ára aldri.
Vísir sagði að grunsemdir hlytu að vakna um aðferðir lögregl-
unnar og með því um áreiðanleika ástandsskýrslunnar. ef götulög-
reglan fregnaði um afbrot bæri henni að kæra það til dómara, sem
rannsakaði málið með hjálp rannsóknarlögreglunnar. Aðeins 50
skýrslur rannsóknarlögreglunnar uppfylltu þessa kröfu. Þegar lög-
reglustjóri segði „útilokað“ að lögreglan hefði náð til nema um 20%
ólifnaðarkvenna yrði að flokka slíkt „undir almennt slúður.“ Fyllri
upplýsingar vantaði, „einkum þar sem svo megn siðspilling er borin
á fimmtu hverja konu hér í bæ“.114 Lögreglustjóri yrði að virða það
að konur væru jafn sjálfráðar gerða sinna og karlmenn og ættu rétt
á friðhelgi í einkalífi sínu.115 Þjóðin væri að súpa seyðið af því að
dómsmálaráðherra hefði veitt ólöglærðum, „alóreyndum unglingi“
lögreglustjóraembættið.116
Óneitanlega var það einn megingalli á ástandsskýrslunni hvernig
nefndin blandaði að nokkru saman lýsingum og ályktunum um
ástandið og yfirvöldin 127
113 „Siðferðisaldan“ (f), Vísir 28. ágúst 1941, bls. 2.
114 „Lögreglan verður að njóta trausts og virðingar ef árangur á að verða af starfi
hennar“, Vísir 3. september 1941, bls. 2.
115 „Siðferðisaldan“ (f), Vísir 28. ágúst 1941, bls. 2.
116 „vinstri veitingar“ (f), Vísir 17. september 1941, bls. 2.
117 eggert Þór Bernharðsson, „Blórabögglar og olnbogabörn“, bls. 18; kristinn
kristjánsson, „konan, draumurinn og dátinn“, Tímarit Máls og menningar
XLv: 2 (1984), bls. 208.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 127