Saga - 2013, Blaðsíða 66
21. júní 1828 (skrifaði á bréf sín hvenær þau voru móttekin og hve-
nær svarað), sama dag og amma dó.17
Samfellan sem virðist vera í bréfasafninu — flæðið — verður til
eftir á og er búin til af þeim sem skoða og lesa safnið löngu síðar og
sjá það sem heild. Draga mætti marga ólíka þræði gegnum safn Páls
og frá ýmsum sjónarhornum. Frá kynjasögulegu sjónarhorni gæti
einn þráðurinn verið umhyggja kvennanna í fjölskyldunni fyrir Páli
sem aldrei kvæntist. Meðan hann var barn sendu systurnar honum
ýmislegt smálegt sem þær prjónuðu, einnig móðir hans. Þannig
sýndi hún ást sína á syninum og lagði sitt af mörkum til uppihalds
hans. Framlag systranna var fyrst og fremst táknræn yfirlýsing um
systurlega ást og sendingarnar voru öðrum þræði ætlaðar til að
minna hann á þær. Til dæmis „Bláar vetlingakiúkur“ sem Sigríður
sendi honum árið 1818 og bað hann að „minnast þess hvört sinn
sem þú tekur þá uppá, ad þeir eru med anægiu priónadir til ad
skýla fíngrum þínum af fingrum þinnar sannelskandi Systur“.18
Þessu hélt hún áfram alla tíð; sendi honum vettlinga og grifflur,
peysur, tófuskinn og fleira sem gæti haldið hita á skrifaranum sem
sat alla daga og varð stirður til hreyfinga. Síðar tóku við dætur
hennar sjálfrar og frændkonur.
Mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til við rannsóknir á sendi-
bréfum og bréfasamböndum er tíminn, sem líður hægar í bréfum en
veruleikanum sjálfum. Það gat tekið bréf vikur og mánuði að
komast á milli landshluta og svarbréfið jafnlangan tíma að komast
til baka. Breski félagsfræðingurinn Liz Stanley hefur rætt þessa
tímavídd og þá staðreynd að bréf eru ávallt skrifuð í nútíð, þau eru
tímasnið, frosið augnablik í tíma. Þegar þau loks komast í hendur
viðtakanda er þetta augnablik í raun löngu liðið þótt bréfið haldi
áfram að vera í núinu. Þannig verður rof milli þess þegar skrifað er
og lesið.19
erla hulda halldórsdóttir64
17 Sama heimild. einnig: Lbs. Lbs. 2413 a 4to. Sigríður Pálsdóttir til Páls Pálssonar
22. júní 1828; ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands). kirknasafn. kirkjubær í Hróarstungu
(kirkjubær og síðar Sleðbrjótur, Hjaltastaður og eiðar). BA 1. Prestþjónustubók
1816–1848, bls. 151.
18 Lbs. Lbs. 2413 a 4to. Sigríður Pálsdóttir til Páls Pálssonar 11. júlí 1818.
19 Liz Stanley, „The epistolarium“, bls. 208, 215. Sjá einnig umfjöllun um tímann
í Liz Stanley, Andrea Salter og Helen Dampier, „The epistolary Pact, Letter ness
and the Schreiner epistolarium“, a/b: Auto/Biography Studies 27:2 (vetur 2012),
bls. 280–281.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 64