Saga - 2013, Blaðsíða 211
lokakafla umræða um stimplun gripa allt aftur til 18. aldar (bls. 376–385),
sem einnig hefði átt að koma fyrr. ensku ágripi (bls. 386–393) fylgir þýðing
á myndatextum (394–399), sem jafnframt hlýtur að gegna hlutverki mynda-
skrár því engin slík er í bókinni á íslensku.
Í seinna bindi er mikið og merkilegt gullsmiðatal (II: bls. 7–186). Þar eru
helstu æviatriði gullsmiða á Íslandi og skrá þekktra gripa, sé slíku til að
dreifa, auk ljósmyndar af stimpli, sé hann til. Nokkur galli er að gull -
smiðatalið er lítt eða ekki notað til umræðu í fyrra bindinu, til dæmis um
ættartengsl meðal gullsmiða; þó er sagt að fyrstu konur í faginu hafi gjarnan
verið dætur gullsmiða (bls. 79). Hefði mátt taka Rögnvald Sigmundsson í
Akureyjum (1810–1871) sem dæmi um fjölskyldutengsl, því faðir hans var
gullsmiður, sem og systursonur og mágur (II: bls. 27, 34 og 149). Þeir eggert
Guðmundsson í Sólheimatungu (1791–1841) voru bræðrasynir (II: bls. 38).
Slík tengsl má rekja í öllum landshlutum og hefði höfundur átt að gera sér
meiri mat úr því (II: bls. 31, 36, 88, 155, 166, 179 og víðar). Íslenskum gull -
smiðum í Danmörku er raðað sérstaklega og vekur athygli hvað þeir voru
margir (II: bls. 189–199). Heimildaskrá er í lokin (II: bls. 200–223) og afar
vönduð nafnaskrá (II: bls. 224–280), auk skýringa á sérhæfðum orðum sem
tengjast silfursmíði (II: bls. 281–287). Hér sakna ég þess að ekki skuli fylgja
skrá með blaðsíðuvísun yfir gripi sem nefndir eru í meginmáli og birtar
myndir af, sem varla eru öllu fleiri en 400 og hefðu komist fyrir á sex til átta
blaðsíðum. Það hefði aukið notagildi bókarinnar verulega.
Mikil og gagnleg þekking er hér samankomin á einum stað og á eftir að
nýtast mörgum jafnt til skemmtunar sem frekari rannsókna í margvíslegu
samhengi. eiga aðstandendur verksins hrós skilið fyrir afrakstur erfiðis
þeirra. Þrennt vil ég samt nefna sem hefði mátt gera betur.
1) Umfjöllun er brotakennd í þeim skilningi að framvinda miðast við
tegundir gripa annars vegar og æviágrip gullsmiða hins vegar. Rétt hefði
verið að sameina þessi sjónarhorn í einhverjum mæli, til dæmis með því að
taka nokkra gullsmiði fyrir sérstaklega á eigin forsendum, líkt og Þór hefur
sjálfur gert í birtum greinum um áðurnefndan Rögnvald Sigmundsson,
Sigurð Þorsteinsson í kaupmannahöfn (1714–1799) og Helga Þórðarson á
Brandsstöðum (1761–1828), svo sem sjá má í afmælisriti hans Á minjaslóð.
Safn ritgerða og ljósmynda. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 2007, bls. 37–43
og 194–195. Í þeirri bók sem hér er til umræðu eru smiðirnir bútaðir í
sundur og þeim dreift á marga staði. Má þar helstan nefna Þorgrím
Tómasson á Bessastöðum (1782–1849), sem höfundur kallar „einn fremsta
gullsmið hérlendis á 19. öld“ (bls. 62) og ræðir oftar en nokkurn annan (sjá
registur í II: bls. 276). Um Jón Sigfússon á Hreimsstöðum (1815–1882) segir
að öll áhöld hans séu „vel smíðuð“ (bls. 189) og fjallað er um hann víða:
sérstæð mat skeið (bls. 294–295), gæðastimpill (bls. 380) og svo framvegis (sjá
registur í II: bls. 254). Slíkar frásagnir hefðu gefið lesendum tilfinningu fyrir
starfi þessara manna og fært áherslu verksins af skráningu og samantekt í
ritdómar 209
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 209