Saga - 2013, Blaðsíða 136
þess var jafnan fullt tilefni.134 vinnubrögð Jóhönnu voru hins vegar
sum vafasöm og umdeild, eins og enn verður vikið að hér á eftir.
Afstaða hennar til stúlknanna, sem sumar voru á meðal bágstödd-
ustu unglinga landsins, markaðist af djúpri andúð og fyrirlitningu.
Í blaðagrein varaði hún líkt og ástandsnefndin sérstaklega við barn-
eignum ástandskvenna; óglæsilegt væri til að hugsa að fjöldi mæðra
næstu kynslóðar yrðu „siðferðilegir aumingjar“.135
Ungmennaeftirlitslögin náðu að nafninu til yfir bæði kynin og
ástandið var hvergi nefnt í tengslum við refsiverða háttsemi, sem
ungmennadómi var ætlað að fjalla um (lauslæti, drykkjuskap, slæp-
ingshátt, óknytti eða aðra slíka lesti).136 Í framkvæmd beindist starf-
semi dómsins og nýstofnaðs ungmennaeftirlits Reykjavíkur lögregl -
unnar þó næsta eingöngu að stúlkum, sem töldust hafa sýnt af sér
lauslæti gagnvart hermönnum. Þetta leiddi til tvenns konar mis-
mununar, annars vegar á grundvelli kynferðis ungmenna og hins
vegar á grundvelli þjóðernis hermannanna, sem ungmennin (í reynd
eingöngu stúlkur) áttu mök við. Stúlkur frá „betri heimilum“ voru
líka næsta óhultar fyrir afskiptum ungmennaeftirlitsins.
Lausleg könnun bendir til að karlar, sem brutu á stúlkunum, her-
menn jafnt sem Íslendingar, hafi sloppið við málssókn og raunveru-
lega refsingu. Herstjórar virðast lítt hafa skipt sér af þessum málum
og einhliða siðferðisviðleitni íslenska ríkisins gagnvart kvenfólki átti
sér þjóðernislegar fremur en siðferðilegar rætur. varla verður þó
deilt um nauðsyn þess að stjórnvöld reyndu að forða unglingsstúlk-
um af glapstigum vegna kynna af hermönnum. Það verður hins
vegar að teljast misráðið að dómurum skyldi falið að fjalla um mál
þessara stúlkna, jafnvel þótt tilgangurinn hafi líklega öðrum þræði
verið sá að veita þeim hlutlæga málsmeðferð. Stúlk urnar voru engir
afbrotamenn heldur miklu fremur fórnarlömb kynferðislegrar mis-
notkunar karlmanna (stundum bæði hermanna og landa sinna, sem
oftast voru sekir um fyrstu og grófustu brotin) og erfiðra fjölskyldu-
og félagsaðstæðna.137
Jóhanna knudsen taldi dóminn hins vegar alltof tregan til að
úrskurða stúlkur til hælisvistar og jafnframt of bráðan til leysa þær
fáu sem hann sendi þangað úr vistinni. Dómurinn dreifði „hættu-
þór whitehead134
136 Stjórnartíðindi 1942 A, bls. 110 (l. nr. 62/1942).
137 ÞÍ. DR. B/1040-1042. Ungmennadómur 1942–1943.
138 ÞÍ. Ue. B/1-9: Jóhanna knudsen til einars Arnórssonar 9. febrúar 1943.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 134