Saga - 2013, Blaðsíða 115
vangaveltur Jóhönnu um kunna hermannavini sýna enn að hún
var haldin þráhyggju um kynlíf, sem samstarfsmenn hennar ólu á.
Heimildarmaður vottaði til dæmis um það að tiltekinn blaðamaður
(sem hafði sjálfur hneykslast á ástandskonum) sækti tíðum heimboð
með hermönnum, þar á meðal hjá borgara einum í vesturbænum. Sá
átti konu sem skráð var vegna gruns um framhjáhald með her-
mönnum, ásamt nokkrum vinkonum sínum „af betri heimilum“. Þá
var upplýst að blaðamaðurinn og eiginkona hans héldu
yfirmönnum hersins oft kvöldverðarboð. Þangað kæmi margt kven-
fólk, sumt skráð fyrir samgang við hermenn. Aðstoðarmaður
Jóhönnu ályktaði svo: „Fullar líkur benda til þess að…[blaðamaður-
inn] hafi á hendi útvegun kvenfólks fyrir hermenn.“60
Þessi ályktun virðist fjarstæða ein. Blaðamaðurinn, sem átti
framundan merkan feril, var kunnur samkvæmismaður, þó að hann
kynni sér hóf. Það var hluti af starfi hans að rækja kunningsskap við
yfirmenn hersins, sér í lagi Roy Wise, upplýsingafulltrúa og yfir-
mann öryggisliðsins, sem Jóhanna og Agnar kofoed-Hansen litu á
sem höfuðandstæðing sinn.61
kunnur lögmaður í bænum fékk þessa umsögn
heimildarmanns: „Drekkur óskaplega, einnig nú eftir bannið [lokun
áfengisverslana]. Mikil ástæða er til þess að gruna hann um að
útvega kvenfólk.“62 Þessi ályktun var fjarstæðukennd.
Lögmaðurinn, hinn þjóðlegasti maður, átti vegna starfa sinna og
tengsla við ráðamenn trúlega auð veldara með það en flestir að
útvega sér áfengi, en gat auk þess keypt „sprútt“ af leynivínsölum
eða hermönnum, eins og alltítt var.63
Sumir af helstu listamönnum og skáldum höfuðstaðarins
komust á svarta listann, einkum fyrir að fara með konum í her-
mannasamkvæmi, þar á meðal kvæntir menn með eiginkonum sín-
um, og einn fyrir að sækja Bretaböll.64 kaupsýslumaður, kunnur
fyrir framgöngu sína í sjálfstæðisbaráttunni, var skráður fyrir að
hitta hermenn á heimili sínu og sækja dansleik Angliu, þar sem
ástandið og yfirvöldin 113
60 ÞÍ. Ue. A/1-3. Nr. 27 og 7.
61 Jóhannes Helgi, Lögreglustjóri á stríðsárunum, bls. 196–202.
62 ÞÍ. Ue. A/1-3. Nr. 10.
63 „Hver var vilji Alþingis í áfengismálunum?“, Morgunblaðið 7. september 1941,
bls. 3 og 6.
64 ÞÍ. Ue. A/1-3. Nr. 28, 9 og 5.
65 ÞÍ. Ue. A/1-3. Nr. 65.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 113