Saga - 2013, Blaðsíða 109
þeirra kvenna sem sóttu Hótel Borg væru velklæddar vændiskonur.
Hún hefði helst kosið að lögreglan beitti sér eins gegn þessum hópi
lögráða kvenna og hópi „umkomulítilla“ unglingsstúlkna og reyndi
að koma sem flestum þeirra fyrir á hælum uppi í sveit. en hvað sem
áðurnefndur öryggisliði kann að hafa sagt Jóhönnu um konurnar
lýsti hann ekki almennu áliti liðsforingja á þeim, enda giftust all-
nokkrir þeirra konum úr þessum hópi, þar á meðal foringjar úr
öryggisliðinu. Ýmsum Bretum þótti að vísu hlálegt, svo sem yfir-
manni öryggisliðsins, að hermönnum væri kennt um að spilla
siðprýði íslenskra kvenna, því að þær væru engir englar fremur en
karlmennirnir.46 en hugmyndir Jóhönnu knudsen um víðtækt
vændi borgardætra fá hins vegar enga stoð, hvorki í breskum né
bandarískum heimildum.
Þegar rætt er um ástandskonur eru oftast nær undanskildar þær
konur sem lögðu lag sitt við Norðmenn, sem hér gegndu herþjón-
ustu á stríðsárunum. Ástæðan er sú að Íslendingar eru sagðir hafa
verið fremur umburðarlyndir þegar slík kynni við „frændur vora“
voru annars vegar.47 Þetta umburðarlyndi kemur þó ekki fram í
gögnum Jóhönnu knudsen, því hún skráði þessar konur í bækur
sínar ekki síður en aðrar. Nú er ósennilegt að Jóhanna og Agnar
kofoed-Hansen, sem bæði áttu ættir að rekja til Danmerkur, hafi
talið Norðmenn ógna þjóðerni Íslendinga í sama skilningi og „engil-
Saxar“. Líklegra er að þau hafi óttast að þessar konur spilltu siðferði
sínu eða hyrfu úr landi. Þá væru Norðmenn hluti af þeim erlenda
her sem lagt hefði Ísland undir sig með valdi. Íslendingum bæri því
að forðast öll samskipti við þá eins og aðra „hernámsmenn“, í sam-
ræmi við boðskap stjórnvalda.
„Vandræðakonur“
og konur á „athugunarverðum heimilum“
Samkvæmt skrá Jóhönnu höfðu margar vandræðakonur bæjarins
byrjað að leita í skip á unglingsaldri til að stunda ólifnað og drykkju,
ýmist með íslenskum eða erlendum sjómönnum. Dýpra töldust
konur vart geta sokkið í óreglu á Íslandi, þótt ekki verði séð að
karlar væru fordæmdir af þeim sökum eða tilraun gerð til að rann-
ástandið og yfirvöldin 107
46 NA. FO 371/29299. John Dashwood, athugasemdir (minutes) við bréf Fulham-
biskups 11. september og samtal við H. O. Curtis 18. október 1941.
47 Herdís Helgadóttir, Úr fjötrum, bls. 233–234.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 107