Saga - 2013, Blaðsíða 128
af þeim þúsundum kvenna sem hefðu „náin samskipti við
hermenn“ og mikill meirihluti þeirra … með fleirum en einum, eða
tveimur.“ ekkert væri talið „athugavert við kunningsskap kvenna
og setuliðsmanna“, en þrátt fyrir það væri ástandið „svo slæmt að
þær eru miklu fleiri en 500, sem hafa ósæmilegt framferði gagnvart
hermönnum.“108
Þessi svör lögreglustjóra fá ekki staðist, eins og skrá Jóhönnu
knudsen um konurnar leiðir í ljós. Í fjölmörgum „skýrslum“ var
aðeins vitnað til eins eða tveggja heimildarmanna. Jóhanna virðist
ekki heldur hafa gert neina markvissa tilraun til að sannreyna
upplýsingar heimildarmanna sinna. eins og dæmin úr skránni hér
að framan sanna, fullyrti lögreglustjóri ranglega að menn hans
hefðu einungis skráð konur sem ættu „náin samskipti við hermenn“
og teldu ekkert athugavert við kunningsskap við þá. Það voru
ósannindi að konurnar 500 hefðu allar gerst sekar um „ósæmilegt
framferði gagnvart hermönnum“, og að sama skapi fráleitt að
alhæfa að þær væru „verstar“ í ólifnaði sínum „og mikill meirihluti
þeirra … með fleirum en einum, eða tveimur.“109
eftir birtingu ástandsskýrslunnar var enginn friður á lögreglu -
stöðinni. Stúlkur vildu vita hvort þær væru „skrásettar“ og eldra
fólk spurði, „hvort þessi eða hin væri á listanum“, því að það vildi
tryggja að svo væri. Lögreglan sagðist að svo stöddu engar upplýs -
ingar gefa um nein nöfn á ástandslistanum.110 Lögreglustjóri virtist
kjósa að halda konunum í óvissu um hvort hann birti nöfn þeirra
hugsanlega í þeim tilgangi að þær sneru frá villu síns vegar.
Sumir fullyrða að múgsefjun hafi gripið um sig í bænum og ýtt
undir að ungir karlmenn áreittu konur. Á þessu skeiði hafi það verið
daglegur viðburður að hrópað væri að konum í miðbænum: mella,
drusla! Þess hafi jafnvel verið dæmi að karlmenn legðu hendur á
konur, og sumar hafa vottað um að karlar hafi skyrpt á þær og atyrt
fyrir landráð. Þá urðu konur fyrir því, bæði fyrr og síðar, að
foreldrar, ættingjar og vinir sneru baki við þeim vegna kynna af her-
mönnum. Nokkrum stúlkum var vísað úr skóla, svo sem Mennta -
þór whitehead126
109 „eftir hvaða reglum hefir lögreglan farið við rannsóknina“, Alþýðublaðið 28.
ágúst 1941, bls. 1 og 4.
110 „Dagbók“, Morgunblaðið 29. ágúst 1941, bls. 7.
111 Herdís Helgadóttir, Úr fjötrum, bls. 12–13, 188–191 og 215–257; Inga Dóra
Björnsdóttir, „Island: Uheldige kvinner i et heldigt land“, bls. 163.
112 „Siðferðisástandið í sambandi við setuliðið er ægilegra en nokkurn grunaði“,
Nýtt dagblað 28. ágúst 1941, bls. 2.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 126