Saga - 2013, Blaðsíða 51
ist 21. júní 1828 en and aðist tólf dögum síðar.173
ekki virtist það alveg nýtt að Friðrik Sigurðsson leitaði eftir sam-
förum við konu. Þannig kom hann á vatnsenda í vesturhópi vorið
1826, þá nýorðinn sextán ára, til að hitta Rósu Guðmundsdóttur.174
Rósa segir hann hafa kallað sig „á eintal útí skemmu. Hafi hann þá
farið að útmála fyrir sér að hann hefði ást eða girnd til hennar, og
beðið sig að lofa sér að vera um nóttina, og gjört ráð fyrir að koma í
rúm til hennar um nóttina, þar maður hennar ekki hafi sofið hjá
henni, og hafi hún verið ólétt að barni sem hún hafi alið snemma
sama sumar. Þetta kveðst hún hafa aftekið við Friðrik og gengið inn
frá honum …“175 Barnið sem Rósa bar undir belti var Súsanna, dóttir
Natans ketilssonar, sem fæddist 7. júlí 1826 en andaðist einungis
liðlega sex vikum síðar.176 Natan var vistmaður á heimili hjónanna
Rósu Guðmundsdóttur og Ólafs Ásmundssonar frá vori 1823 og
fram á sumar 1825 þegar hann gerðist vistmaður hjá Sveini bónda
Þorvaldssyni á Illugastöðum.177 Rósa viðurkenndi faðernið og játaði
hjúskaparbrot en eiginmaður hennar sættist við hana á sáttafundi 8.
júní 1826, aðeins mánuði fyrir fæðingu barnsins.178
Á Illugastöðum sængaði Natan ketilsson reglulega með Sigríði
bústýru, a.m.k. síðustu vikurnar og mánuðina fyrir morðbrennuna,
en hún sagði að það hefði verið „eftir hans skipun“.179 Svo virðist
sem það hafi verið vel þekkt á vatnsnesi að þau Natan svæfu
saman. Í yfir heyrslu yfir Árna Skúlasyni bónda í Tungukoti segir:
„Um þær Agnesi og Sigríði kveðst hann ekkert óráðvant vita utan
friðrik, agnes, sigríður og natan 49
peningum sem Natan ætti geymda hjá Rósu, og sem Natan væri búinn að
vísa sér til að hann mætti taka ef hann gæti fengið Rósu til að sleppa þeim …
“ ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. 1827–1830. Dóma- og þingbók, bls. 235
og 251.
175 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. 1827–1830. Dóma- og þingbók, bls. 234–
235.
176 ÞÍ. BA 3. Prestþjónustubók. vesturhópshólar í vesturhópi 1816–1863, bls. 19
og 117.
177 Sbr. ÞÍ. BA 3. Prestþjónustubók. Breiðabólstaður í vesturhópi 1817–1868, bls.
119 og 171; ÞÍ. Prestþjónustubók. Tjörn á vatnsnesi 1816–1863, bls. 54; ÞÍ.
Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. 1827–1830. Dóma- og þingbók, bls. 234.
178 ÞÍ. XvI. Hún. B. vesturhóp 1. Sáttabók 1801–1872, bls. 94. — Már Jónsson
sagnfræðingur setur mál af þessu tagi í réttarsögulegt samhengi í grein sinni
„konur fyrirgefa körlum hór“ þótt þar sé reyndar fjallað um framhjáhald
karla, sjá Ný saga 1 (1987), bls. 70–78.
179 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. 1827–1830. Dóma- og þingbók, bls. 158.
180 Sama heimild, bls. 171.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 49