Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 15

Saga - 2013, Blaðsíða 15
þeirra sem komu við sögu morðvígsins og setur óhikað fram eigin skoðanir á þeim.10 Þannig hafa yfirheyrslurnar yfir sakborningum verið nýttar áður, en áhrifamáttur frásagna þess fólks sem eitt vissi hvað gerðist á Illugastöðum aðfaranótt 14. mars 1828 virðist hafa verið fremur tak- markaður sé miðað við allt það efni sem birt hefur verið í áratuganna rás um morðbrennuna. Þeim mun áhrifameiri virðast tvær bækur hafa verið, sem gefnar voru út hvor sínum megin við aldamótin 1900 og fjalla sérstaklega um sögu Natans ketilssonar.11 Annars vegar er Sagan af Natan Ketilssyni eftir Skagfirðinginn Gísla konráðsson, sem kom út árið 1892, fimmtán árum eftir dauða höf- undarins; þannig bjó Gísli Natanssögu aldrei sjálfur til útgáfu.12 Hins vegar er Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi í Árnessýslu, sem gefin var út árið 1912. ekki er að sjá að þessar tvær fyrstu útgefnu Natanssögur sæki efni beint til réttargagna málsins ef undan eru skildar meginniðurstöður dómanna. Áratugum saman höfðu þær hins vegar mótandi áhrif á hugmyndir fjölmargra Íslendinga um morðvígið, aðdraganda þess, ástæður og afleiðingar, ekki síst bók Brynjúlfs frá Minna-Núpi.13 Reyndar má halda því fram að megnið af því sem skrifað var á 20. öld um dauða Natans ketilssonar 14. mars 1828 og aftökur saka- mannanna 12. janúar 1830 sé með einum eða öðrum hætti byggt á því sem fram kemur í bókum þeirra Gísla konráðssonar og Brynj - úlfs Jónssonar frá Minna-Núpi. Því er sérstök ástæða til að huga að efni þeirra og uppruna. friðrik, agnes, sigríður og natan 13 10 Dæmi um þetta er m.a. að finna á bls. 198–204 í Sjö dauðasyndir. 11 Gísli konráðsson, Sagan af Natan Ketilssyni (Ísafjörður: Reinharður kristjáns - son 1892); Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, Saga Natans Ketilssonar og Skáld- Rósu. Rituð eftir beztu heimildum og skilríkjum (Reykjavík: Sigurður kristjánsson 1912). 12 Þegar rit Gísla konráðssonar kom út 1892 var það ranglega höfundarmerkt Sighvati Grímssyni Borgfirðingi og þá birtist löng blaðagrein þar sem það var harðlega gagnrýnt og var Sighvatur sakaður um ritstuld, sjá Þjóðólfur 28. nóv- ember 1892, bls. 217–218. — Sighvatur Borgfirðingur svaraði þessum ásökun- um, sagðist hafa glatað handriti sem hann hefði skrifað upp eftir handriti Gísla á sínum tíma og ekki vitað fyrr en það var skyndilega orðið að útgefinni bók í hans óþökk, sjá Þjóðviljinn ungi 24. janúar 1893, bls. 31. 13 Sbr. Morgunblaðið 18. janúar 1974, bls. 14. — Raunar virðast flestir sem ritað hafa um morðmálið og aftökurnar hafa kynnt sér skrif Brynjúlfs og orðið fyrir áhrifum af þeim. Bókin hafði t.d. áhrif á Guðlaug Guðmundsson og ýtti undir að hann ritaði Enginn má undan líta, sbr. bls. 5 í þeirri bók. Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.