Saga


Saga - 2013, Síða 211

Saga - 2013, Síða 211
lokakafla umræða um stimplun gripa allt aftur til 18. aldar (bls. 376–385), sem einnig hefði átt að koma fyrr. ensku ágripi (bls. 386–393) fylgir þýðing á myndatextum (394–399), sem jafnframt hlýtur að gegna hlutverki mynda- skrár því engin slík er í bókinni á íslensku. Í seinna bindi er mikið og merkilegt gullsmiðatal (II: bls. 7–186). Þar eru helstu æviatriði gullsmiða á Íslandi og skrá þekktra gripa, sé slíku til að dreifa, auk ljósmyndar af stimpli, sé hann til. Nokkur galli er að gull - smiðatalið er lítt eða ekki notað til umræðu í fyrra bindinu, til dæmis um ættartengsl meðal gullsmiða; þó er sagt að fyrstu konur í faginu hafi gjarnan verið dætur gullsmiða (bls. 79). Hefði mátt taka Rögnvald Sigmundsson í Akureyjum (1810–1871) sem dæmi um fjölskyldutengsl, því faðir hans var gullsmiður, sem og systursonur og mágur (II: bls. 27, 34 og 149). Þeir eggert Guðmundsson í Sólheimatungu (1791–1841) voru bræðrasynir (II: bls. 38). Slík tengsl má rekja í öllum landshlutum og hefði höfundur átt að gera sér meiri mat úr því (II: bls. 31, 36, 88, 155, 166, 179 og víðar). Íslenskum gull - smiðum í Danmörku er raðað sérstaklega og vekur athygli hvað þeir voru margir (II: bls. 189–199). Heimildaskrá er í lokin (II: bls. 200–223) og afar vönduð nafnaskrá (II: bls. 224–280), auk skýringa á sérhæfðum orðum sem tengjast silfursmíði (II: bls. 281–287). Hér sakna ég þess að ekki skuli fylgja skrá með blaðsíðuvísun yfir gripi sem nefndir eru í meginmáli og birtar myndir af, sem varla eru öllu fleiri en 400 og hefðu komist fyrir á sex til átta blaðsíðum. Það hefði aukið notagildi bókarinnar verulega. Mikil og gagnleg þekking er hér samankomin á einum stað og á eftir að nýtast mörgum jafnt til skemmtunar sem frekari rannsókna í margvíslegu samhengi. eiga aðstandendur verksins hrós skilið fyrir afrakstur erfiðis þeirra. Þrennt vil ég samt nefna sem hefði mátt gera betur. 1) Umfjöllun er brotakennd í þeim skilningi að framvinda miðast við tegundir gripa annars vegar og æviágrip gullsmiða hins vegar. Rétt hefði verið að sameina þessi sjónarhorn í einhverjum mæli, til dæmis með því að taka nokkra gullsmiði fyrir sérstaklega á eigin forsendum, líkt og Þór hefur sjálfur gert í birtum greinum um áðurnefndan Rögnvald Sigmundsson, Sigurð Þorsteinsson í kaupmannahöfn (1714–1799) og Helga Þórðarson á Brandsstöðum (1761–1828), svo sem sjá má í afmælisriti hans Á minjaslóð. Safn ritgerða og ljósmynda. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 2007, bls. 37–43 og 194–195. Í þeirri bók sem hér er til umræðu eru smiðirnir bútaðir í sundur og þeim dreift á marga staði. Má þar helstan nefna Þorgrím Tómasson á Bessastöðum (1782–1849), sem höfundur kallar „einn fremsta gullsmið hérlendis á 19. öld“ (bls. 62) og ræðir oftar en nokkurn annan (sjá registur í II: bls. 276). Um Jón Sigfússon á Hreimsstöðum (1815–1882) segir að öll áhöld hans séu „vel smíðuð“ (bls. 189) og fjallað er um hann víða: sérstæð mat skeið (bls. 294–295), gæðastimpill (bls. 380) og svo framvegis (sjá registur í II: bls. 254). Slíkar frásagnir hefðu gefið lesendum tilfinningu fyrir starfi þessara manna og fært áherslu verksins af skráningu og samantekt í ritdómar 209 Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 209
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.