Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 54

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 54
52 ekið yfir Miklagil. Þarna er steyptur bogi yfir og síðan fyllt með jarðvegi yfir og mun þetta vera sá fyrsti af mörgum slíkum sem áttu eftir að vera byggðir víða um land. Notuð var ný mótatækni, nokkurs konar skriðmót, þar sem steypt var í áföngum. Vissulega spáðu sumir ekki vel fyrir þessu. Héldu að opið mundi ekki taka vatnið í miklum flóðum en það hefur ekki ræst. Gamla brúin stóð nokkru ofar og hefur nú verið fjarlægð með öllu. Þar yfir liggur reyndar gamli jarðsímastrengurinn sem áður er getið um. Ég held að hann þjóni litlu sem engu lengur nema veðurstöðinni á heið- inni. Rétt neðan við núverandi stokk var allstór steindrangur í miðju gilinu sem hét Jörundur. Hann er nú fallinn fyrir allnokkr- um árum, stóðst sennilega ekki álagið þegar straumkastið kom með svo miklum þunga út um stokkinn. Miklagilið gat verið erfiður farartálmi fyrr á árum. Fyrir neðan brúna taka við nánast samfelld gljúfur sem ná niður undir Hrúta- fjarðará en þar má komast yfir sé ekki mikið vatn í gilinu. Vaðið var skammt ofan við gömlu brúna. Fyrsta brúin var byggð 1911 úr steinsteypu. Það var bogabrú sem síðar var svo hækkuð og henni breytt en boginn hélt sér og bar uppi brúna. Áður en brúin kom lentu menn þarna stundum í hrakningum. Segir m.a. frá einu slíku tilviki í Söguþáttum landpóstanna, II. bindi á bls. 122 og 123. Aftur á móti er ekki vitað um neitt dauðsfall í gilinu. Sagt er að Guðmundur góði Hólabiskup hafi vígt gilið á ferðum sínum og það hafi dugað allt til þessa dags og vonandi verður svo áfram. Þegar horft er til vesturs frá Miklagilsbrúnni blasir Lágafell við en það er þar skammt fyrir vestan veginn, skyggir á norðurhluta Tröllakirkju. Þegar komið er yfir gilið beygir vegurinn aftur aðeins til norð- austurs og tekur nú að halla niður í Hrútafjörðinn. Þar heita Grænumýrarhallar. Þegar komið er neðarlega þá sést túnið í Grænumýrartungu sem liggur þar á bökkum Hrútafjarðarár. Af byggingum stendur aðeins uppi fjós og hlaða, íbúðarhúsið var fellt fyrir nokkrum árum. Hér áður var mikill myndarbúskapur, veitingasala og gisting í Grænumýrartungu en með bílaöld lagðist það af og býlið fór í eyði árið 1966. Austan Hrútafjarðarár blasir bærinn Óspaksstaðir við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.