Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 59

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 59
57 til verka á sviði víngerðar. Nærri fullvíst má telja að Tyrkir hafi búið til vín úr þrúgunum. Vegna þekkingar sinnar á vínvið og víngerð frá æskustöðvum sínum suður í Evrópu hefur hann tvímælalaust gert sér grein fyrir að eina leiðin til að koma vínberjunum óskemmdum til Grænlands væri að gera úr þeim vín, sem auðvelt væri að geyma og flytja nokkurra dægra siglingu yfir hafið til Brattahlíðar, en þangað var för þeirra heitið eins og sagan segir. Gera má ráð fyrir að þeir félagar hafi haft nothæf ílát fyrir vínið (drykkjarvatnsbelgi eða tunnur/keröld) eða jafn- vel búið þau til úr innlendum efnivið. Nafngift landsins er enn fremur sterk bending um réttmæti frásagna Vínlandssagnanna af Vínlandi og þeim atburðum sem þar er lýst og tengjast vín- þrúgum og víngerð. Þess má geta í þessu sambandi, að á kaldari vínræktarsvæðum Mið-Evrópu ná vínþrúgurnar stundum ekki að þroskast að fullu og verða smávaxnar ef tíðarfar er óhag- stætt eða ræktuninni ekki vel sinnt. Slíkir árgangar gefa því oft af sér léleg vín, en þó drykkjarhæf. Ekki er ólíklegt að villtar vínþrúgur Vínlands hafi verið þessu marki brenndar, en vín hafa menn þó getað framleitt og sjálfsagt þótt gott, enda ekki þekkt annað betra. Áfengismagn í þessu víni hefur eflaust ver- ið yfir 10% og hefur því vafalítið runnið ljúflega niður og haft sín eftirsóknarverðu áhrif. Sú skoðun að nafngiftin sé röng, þ.e. að landið hafi ekki heitið VÍNLAND heldur VINLAND, er fremur hæpin kenning. „Vin“ í merkingunni engi, graslendi eða flatlendi getur varla hafa verið tilefni nafngiftar á framtíðar landnámslandi. Slíkar vinjar hefur þó vafalítið verið að finna á þeim landsvæðum sem Vínlandsfararnir komu til á ferðum sínum vestra, en ósennilega svo áberandi, t.d. á strandsvæðum Labrador og við Lárentsflóa, að Leifur hafi gefið landinu slíkt nafn. Með ólíkindum er einnig að Leifur hafi valið landinu, sem hann eflaust taldi góðan kost til búsetu fyrir norræna menn, svo sviplítið og lítt táknrænt nafn. Vin eða vinjar í skóglendi eða á „eyðiströndum“ landsins segir lítið um landkosti og hefur haft litla merkingu fyrir landnema sem hann hugðist fá til að flytja búferlum vestur. Hafi hins vegar tilvonandi landnemi fengið að vita að á framtíðar bújörð hans vestra gæti hann ræktað vínvið og gert sitt eigið vín, hefði það vafalítið ýtt undir ákvörðun hans um búferlaflutninga vestur. Þegar einnig er haft í huga að Leifur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.