Strandapósturinn - 01.06.2009, Síða 60

Strandapósturinn - 01.06.2009, Síða 60
58 var búinn að gefa nöfn þeim löndum sem hann kom til á leið til fyrirheitna landsins, þ.e. Helluland og Markland, sem eru afar táknræn fyrir þau lönd, stingur nafnið Vinland mjög í stúf við nöfn hinna landanna beggja. Ekki má heldur gleyma að faðir hans, Eiríkur rauði, gaf sínu landi nafnið Grænland, sem reynd- ar er ekki réttnefni, en hafði vafalítið hvetjandi áhrif á íslenska landnema þess og hefur Eiríkur auðvitað valið nafnið í þeim tilgangi að fá sem flesta með sér til búsetu þar vestra. Það tókst honum því 25 skip með líklega um 300 manns lögðu upp með honum úr Breiðafirði 985/986. Þessi nafngift er annars einhver magnaðasta áróðurshugmynd Íslendings frá upphafi og er oft til þess vitnað. Nafnið Ísland verður einnig að teljast táknrænt þar sem eitt það fyrsta sem landnemarnir sáu voru jöklar þess, sem hljóta að hafa vakið mikla athygli þeirra og jafnvel undrun. Segja má reyndar að nafnið Ísland hefði átt betur við Grænland. Í þessu samhengi verður nafnið Vinland fremur lágkúrulegt og í hróplegu ósamræmi við nöfn hinna landanna sem öll eru hljóm- fögur og táknræn fyrir landkosti þeirra og landgerð, þó nafnið Grænland skjóti nokkuð yfir markið. Eiríkur hafði þó góða ástæðu til þeirrar nafngiftar eins og áður sagði. Ekki er heldur hægt að útiloka að grænn litur gróðurs í dölum Grænlands, sem sjálfsagt var mjög áberandi grænn í faðmi dökkra fjallshlíða og yfirþyrmandi ísbreiðu landsins, hafi haft meðvirkandi áhrif á nafngift landsins. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið verður nafnið Vínland því að teljast trúverðugt réttnefni. Þar fannst vínviður með þroskuðum vínþrúgum eins og áður sagði og geta báðar Vínlandssögurnar þess. Nafnið Vínland er því rökrétt og vafalítið var því ætlað að hafa jákvæð áhrif á þá sem hugsuðu til landnáms vestra. Í frásögnum af öllum Vínlandsferðunum er tekið sérstaklega fram að vínberja og vínviðar hafi verið aflað og jafnvel gefið í skyn að vínviðurinn hafi í reynd verið talinn með helstu landkostum Vínlands. Vitað er einnig með vissu að villtur vínviður vex enn í dag á þeim svæðum sem líklegast er að Vínland hafi verið. Vínviður þessi ber þroskaðar þrúgur, sem vafalítið má nota til víngerðar. Í elstu skriflegum heimildum er þess einnig getið að Adam frá Brimum, sem fyrstur skráði frásögn af Vínlandi og vínviðn- um þar, hafi heimsótt Svein Úlfsson Danakonung árið 1065 og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.