Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 73

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 73
71 Þá er einnig vitað að franski landkönnuðurinn Jacques Cartier kom að Lárentsfljóti 1535 og segir hann í frásögn sinni að „báðum megin fljótsins hafi þeir fundið mikinn vínvið hlað- inn þrúgum“. Segir jafnframt, „að þar sem ekki sé um ræktun eða grisjun að ræða, séu þrúgurnar ekki eins stórar og sætar og heima í Frakklandi“. Þess má geta að nyrðri vínræktarhéruð Frakklands eru á svipaðri breiddargráðu og Lárentsfljótssvæðið. Þetta styður því enn frekar þá skoðun að villtur vínviður hafi vaxið þarna á dögum Vínlandsferðanna, enda lofthiti að sumri vafalítið svipaður á þeim tíma og nú er. Athyglisvert er einnig að á Orleanseyju við ósa Lárentsfljóts fann Cartier svo mikið af vínberjum að hann gaf eyjunni nafnið Bakkusarey, en það gefur til kynna að þarna hafi verið mikið af vínberjum á 16. öld. Hafa ber í huga í þessu sambandi að vínþrúgur eru almennt mjög misstórar. Má t.d. nefna að á vínekrum í Ungverjalandi, þar sem undirritaður þekkir vel til, er meðalstærð vínberja um 2 cm í þvermál (belgvídd), en nokkur hluti þeirra er þó aðeins 1,0–1,5 cm. Smærri þrúgur innihalda yfirleitt minna syk- urmagn en stærri þrúgur og eru venjulega heldur súrari. Vín úr þessum blönduðu vínberjum eru þó talin vera í tiltölulega háum gæðaflokki. Geta má þess einnig að þegar vínekra fer úr ræktun verða vínberin áberandi minni, en vínviðurinn heldur þó áfram að vaxa og bera ávöxt. Þetta gæti auðvitað einnig átt við villta vínviðinn á Vínlandi. Villtar vínþrúgur við Lárentsfljót í dag eru taldar vera af tegundinni „Vitis riparia“, árbakkaþrúgur, og sagðar fremur súrar, en eru þó að einhverju marki notaðar til víngerðar. Cartier gaf þeim að vísu hærri einkunn eins og að ofan greinir, en telur þær þó ekki sambærilegar að gæðum við franskar þrúgur. Verður því að ætla að vínþrúgur Leifs og Tyrkis suðurmanns hafi náð svo góðum þroska að úr þeim hafi þeir getað búið til vín af ásættanlegum gæðum. Hafa ber einnig í huga að Vínlandsfararnir voru ekki vanir vínum og víndrykkju og hafa því varla þekkt gæðavín þess tíma í Evrópu. Hins vegar hafa þeir, sumir að minnsta kosti, vafalítið kynnst víni á ferðum sínum um Norðurlönd og jafnvel í Þýskalandi. Tyrkir suðurmað- ur þekkti auðvitað vín frá heimahögum sínum og hefur án efa lýst þeim eðla drykk fyrir félögum sínum og sjálfsagt ekki sparað hástigs lýsingarorðin. Með hliðsjón af framansögðu er eðlilegt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.