Strandapósturinn - 01.06.2009, Síða 76
74
með í för.
Vínlandssögurnar fjalla báðar ítarlega og endurtekið um
vínviðinn og vínberin og gera mikið úr þessum eftirsóknar-
verðu kostum og öðrum landkostum sem Vínland bauð upp á.
Vínlandsförunum þótti sjálfsagt sopinn góður og þeir hafa því
eflaust sótt stíft í þessi hlunnindi, sem hljóta að hafa verið ein-
stök og afar eftirsóknarverð fyrir norræna menn.
Þrátt fyrir umtalsvert ósamræmi í Vínlandssögunum er athygl-
isvert að gott samræmi er milli þeirra þegar kemur að vínviðnum
og vínberjunum og gerir það þann þátt sagnanna því tvímæla-
laust trúverðugri en ella.
Vínviðurinn óx á veðurfarslega bestu svæðunum vestanhafs
sem Vínlandsfararnir komu til og því verður að gera ráð fyrir
að hið eiginlega Vínland hafi verið þar sem sumarhiti var til-
tölulega hár, t.d. inni í Lárentsflóa eða sunnan við Nova Scotia,
jafnvel suður undir New York. Norðar eða nær úthafinu, þar sem
kaldir hafstraumar eru ríkjandi, eru litlar sem engar líkur á að
vínviður hafi vaxið, enda gerir hann það ekki í dag. Afar litlar
líkur eru þó á að Leifur og félagar hafi komist á suðlægari land-
svæði vestan Nova Scotia vegna þess hve stutt þeir dvöldu vestra í
sinni ferð, væntanlega aðeins frá miðju sumri og fram á haust og
líklega til næsta vors eins og sagan segir. Vel hugsanlegt er þó að
nafnið Vínland hafi yfirfærst á allt svæðið frá Lárentsflóa, suður
fyrir Kjalarnes og jafnvel allt til eða suður fyrir Nýja England,
eftir ferðir Þorvaldar Eiríkssonar og Þorfinns karlsefnis þangað
vestur.
Sú staðreynd að villtur vínviður vex allt norður á 47. breidd-
argráðu (Quebec) og ber þroskuð vínber, og gerði án vafa einn-
ig fyrir 1000 árum, styður eindregið þá kenningu að Leifur hafi
gefið landinu hið sérstæða og fagra nafn Vínland.
Heimildir
Eiríkssaga rauða
Grænlendingasaga
Auðunar þáttur vestfirzka
Vínlandsgátan, Páll Bergþórsson, Mál og menning, Reykjavík 1997
Víkingar í stríði og friði, Magnús Magnússon, Örn og Örlygur, Reykjavík 1981
Saga Íslands I, Jakob Benediktsson, Sögufélagið, Reykjavík 1974
Íslendingasaga I, Jón Jóhannesson, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1956