Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 89

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 89
87 Einars hönd. Náttúrugripasafnið var eini hugsanlegi kaupand- inn. Safnið bauð fyrst 1–2 þúsund kr. Það þótti Einari lítið og fékkst það hækkað í kr. 10.000. Leðurskjaldbaka fundin við Ísland Þriggja síðna grein með þessari fyrirsögn, eftir Ævar Petersen, birtist í Náttúrufræðingnum 53. árg. (3–4), 1984. Meginefnið er frásögn af atburðunum í Steingrímsfirði og Reykjavík, gagn- orð og nákvæm. Hann segir frá veiðiferð Einars, blaðaskrifum, sýningunum á dýrinu, sölu þess og útlitseinkennum og helstu heimkynnum. Þetta er ekki mjög langt mál, en mörgu verður þó sleppt hér. Allnokkur hluti þess er nefnilega fram kominn hér að framan, einkum í sýningarskránni frá Hólmavík, þó að með öðru orðalagi sé það víða. Að endurtaka þetta nú yrði hálfgert stagl. En Ævar víkur að öðru sem óvíða mun vera nefnt annars staðar. Það hefur verið fullyrt að risaskjaldbaka Einars sé sú fyrsta sem sést hafi við Íslandsstrendur. Rök gegn þessu koma fram í grein Ævars: Leðurskjaldbökur eru sjávardýr, sem eingöngu koma að landi til að verpa eggjum sínum. Þær lifa í hlýjum sjó hitabeltislanda en flækjast stundum út fyrir sín venjulegu heimkynni. Leðurskjaldbökur hafa oft fundist við strendur Norðvestur-Evrópu. Er almennt talið, að þessi flækingsdýr séu komin frá Vestur-Indíum og hafi hrakist með Golfstraumnum (sjá Holgersen 1960, Stephen 1961, Brongersma 1967). Leðurskjaldbakan er álitin frumstæðasta tegund skjaldbökuættbálksins (Chelonia), og er hún eina tegund sem telst til ættarinnar Dermochelidae (Ditmers 1943). Miklar líkur eru á því, að leðurskjaldbökur hafi áður komið upp að Íslandsströndum, þótt sönnunargögn vanti. Lesa má lýsingu í bók Finnboga Bernódussonar 1969 ... Lýsing Árna á dýrinu bendir eindreg- ið til þess að þarna hafi verið leðurskjaldbaka á ferðinni. Ævar nefnir annað dæmi (sjá eftirmála) um skrímsli sem sást á Vopnafirði í febrúar 1963. Grein Ævars í Náttúrufræðingnum fylgir ljósmynd Erlings Ólafssonar af afsteypu Hólmavíkurskjaldbökunnar, auk þess sem hann bendir á eftirfarandi frásögn:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.