Strandapósturinn - 01.06.2009, Qupperneq 89
87
Einars hönd. Náttúrugripasafnið var eini hugsanlegi kaupand-
inn. Safnið bauð fyrst 1–2 þúsund kr. Það þótti Einari lítið og
fékkst það hækkað í kr. 10.000.
Leðurskjaldbaka fundin við Ísland
Þriggja síðna grein með þessari fyrirsögn, eftir Ævar Petersen,
birtist í Náttúrufræðingnum 53. árg. (3–4), 1984. Meginefnið
er frásögn af atburðunum í Steingrímsfirði og Reykjavík, gagn-
orð og nákvæm. Hann segir frá veiðiferð Einars, blaðaskrifum,
sýningunum á dýrinu, sölu þess og útlitseinkennum og helstu
heimkynnum. Þetta er ekki mjög langt mál, en mörgu verður þó
sleppt hér. Allnokkur hluti þess er nefnilega fram kominn hér
að framan, einkum í sýningarskránni frá Hólmavík, þó að með
öðru orðalagi sé það víða. Að endurtaka þetta nú yrði hálfgert
stagl. En Ævar víkur að öðru sem óvíða mun vera nefnt annars
staðar. Það hefur verið fullyrt að risaskjaldbaka Einars sé sú fyrsta
sem sést hafi við Íslandsstrendur. Rök gegn þessu koma fram í
grein Ævars:
Leðurskjaldbökur eru sjávardýr, sem eingöngu koma að landi til
að verpa eggjum sínum. Þær lifa í hlýjum sjó hitabeltislanda en
flækjast stundum út fyrir sín venjulegu heimkynni. Leðurskjaldbökur
hafa oft fundist við strendur Norðvestur-Evrópu. Er almennt talið,
að þessi flækingsdýr séu komin frá Vestur-Indíum og hafi hrakist með
Golfstraumnum (sjá Holgersen 1960, Stephen 1961, Brongersma 1967).
Leðurskjaldbakan er álitin frumstæðasta tegund skjaldbökuættbálksins
(Chelonia), og er hún eina tegund sem telst til ættarinnar Dermochelidae
(Ditmers 1943).
Miklar líkur eru á því, að leðurskjaldbökur hafi áður komið upp
að Íslandsströndum, þótt sönnunargögn vanti. Lesa má lýsingu í bók
Finnboga Bernódussonar 1969 ... Lýsing Árna á dýrinu bendir eindreg-
ið til þess að þarna hafi verið leðurskjaldbaka á ferðinni.
Ævar nefnir annað dæmi (sjá eftirmála) um skrímsli sem sást
á Vopnafirði í febrúar 1963.
Grein Ævars í Náttúrufræðingnum fylgir ljósmynd Erlings
Ólafssonar af afsteypu Hólmavíkurskjaldbökunnar, auk þess sem
hann bendir á eftirfarandi frásögn: