Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 97

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 97
95 uramtinu. En það voru Hellisheiði frá Kömbum yfir Svínahraun, Kaldidalur, sem þá var aðalvegurinn frá Kalmannstungu suður á Hofmannaflöt, og Holtavörðuheiði sem var eini vegurinn milli Norðurlands og Suðurlands á vetrum. Á Holtavörðuheiði er þá búið að gera upphækkaðan veg á þriðjungi leiðarinnar, afgang- urinn hefur verið ruddur vegur. Þá er sagt að á heiðinni séu 120 vörður en Fjallvegafélagið lét varða heiðina 1831. Þá er tilgreint að byrjað sé á þremur fjallvegum í vesturamtinu, Laxárdalsheiði, Bröttubrekku og Haukadalsskarði, og búnir talsverðir kaflar á þeim fyrstnefndu, einkum Bröttubrekku, en rétt byrjað á vega- gerð á Haukadalsskarði. Hvergi er minnst á brúargerð í þessu skrifi og virðist ekki hafa verið lagt fé til slíkra mannvirkja, þeirra tími var ekki kominn. Yfir Kljáfoss í Hvítá í Borgarfirði var brúað á þjóðveldistíma og mun hafa staðið brú þar oftast nær fram um 1400, sagt er frá brú á þessum stað í Sturlungu árið 1242. Þá áttu þeir „sáttafund“ við brúna Gissur Þorvaldsson og Órækja Snorrason. Þar sveik Gissur Órækju er hann hugðist ganga til sátta eftir víg Snorra Sturlusonar. Ný brú var reist yfir Kljáfoss 1893 og æ síðan endur- byggð, síðast 1985. Hér í sveit bjó á Kollsá (1874–1898) ein atkvæðamikil mynd- arkona og áhugasöm um framfarir, hún hét Gróa Jóhannsdóttir (1825–1899), ættuð frá Kaðalstöðum í Stafholtstungum. Eigin- maður Gróu var Jón Tómasson bóndi á Kollsá. Þess er getið að það var einmitt Gróa húsfrú á Kollsá sem hreyfði því fyrst að nauðsyn bæri til að brúa Laxá í Hrútafirði og henni tókst að telja sveitungana á sitt band og hafa málið fram. Hvers vegna að brúa Laxá frekar og fyrr en önnur vatnsföll? Þannig hagar til við Laxá að hún rennur í alldjúpu og kröppu gili víðast hvar og nær gilið alveg til sjávar. Laxá var því verulegur farartálmi, sérstaklega fyrir aðdrætti svo sem kaupstaðarferðir, hvort sem var með hestvagna eða áburðarhesta í lestarferðum. Við vaðið á Laxá eru háir bakkar með bröttum og krókóttum sneiðingum og hefur þar verið illt yfirferðar bæði með klyfja- hesta eða vagna. Fyrir bílaöld fóru menn stundum í kaupstað á Borðeyri að vetrarlagi með hest og sleða til að flytja varninginn heim. Þeir sem þurftu yfir Laxá fóru þá úr kaupstaðnum gjarnan vestur,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.