Strandapósturinn - 01.06.2009, Síða 100
98
undir með skáldinu Jakob Thorarensen, er hann orti í orðastað
Jökulsár á Sólheimasandi sem er raunar ólíkt meira vatnsfall.
Mér er sem ég sjái þá
setja á mig brúna,
– brú, sem standa um eilífð á –
eins og ég er núna.
Þessi brú sem reist var 1896 fyrir samskot og atorku heima-
manna reyndist vel. Hún gegndi sínu hlutverki ágætlega og
stóðst öll hlaup í ánni, en ekki er víst að hún hafi hentað fyrir
bílaumferð. Árið 1929 er svo hafist handa við að reisa nýja brú
á Laxá við hliðina á þeirri gömlu, aðeins breidd sinni ofar. Því
verki stýrði Karl Friðriksson. Þetta var járnbitabrú með háum
járnhandriðum og timburdekki. Brúin hvíldi á öflugum stein-
steyptum stöplum og í einu hafi. Brúargólfið var hærra en á eldri
brúnni. Þessi brú var gerð fyrir alla venjulega bílaumferð þess
tíma sem var nú þá ekki mikil hér í sveit, aðeins einn bíll var til í
Strandasýslu, vörubíll sem bar eitt og hálft tonn og kom einmitt
þetta sama ár og var notaður til flutninga við brúarsmíðina. Svo
leið tíminn og um 1950 eru stöplar brúarinnar farnir að láta sig,
kannski hefur steypan ekki verið nógu góð í upphafi.
1953 er því brúin tekin til mikilla endurbóta, steypt utan um
stöplana, handrið við stöpla aukin og lagfærð. Að því verki vann
stór vinnuflokkur undir stjórn Guðmundar Gíslasonar brúar-
smiðs frá Hvammstanga. Flokkurinn hélt til í tjaldbúðum við
ána, mjólk til mötuneytisins var sótt inn að Kjörseyri. Minnist
ég þess að á hverjum morgni kom ungur maður að sækja mjólk-
ina, alltaf á sama tíma, það hefði verið hægt að stilla klukku
eftir ferðum hans. Þessi ungi maður var Þór Magnússon seinna
þjóðminjavörður en hann var þá námsmaður í sumarvinnu. Einu
eða tveimur árum síðar er skipt um trédekkið á brúnni eftir að
það hafði brotnað undan hlöðnum vörubíl frá Bjarna í Túni sem
var að flytja búslóð norður á Kaldrananes. Eftir því sem tíminn
leið þá stækkuðu bílarnir og urðu burðarmeiri. Fyrsti bíllinn bar
aðeins eitt og hálft tonn, nú voru komnir á vegina vörubílar sem
báru þetta 5 til 8 tonn eða jafnvel meira. Á sama tíma gerist það
að járnbitarnir sem báru uppi brúna ryðguðu og tærðust svo