Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 37

Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 37
Hildur Karen Haraldsdóttir og Birna Margrét Olgeirs- dóttir starfa báðar í fjárfest- ingarbanka Íslandsbanka. Hildur er í fyrirtækjaráðgjöf á meðan Birna starfar við verðbréfamiðlun. Þær eru sammála um að spennandi tækifæri leynist í því að jafna hlut kynjanna í stjórn- unarstöðum. Hildur útskrifaðist úr HR með meistaragráðu í lögfræði og er með próf í verðbréfaréttindum. Reynsla Birnu spannar yfir 20 ár á fjármálamarkaði og tæp 15 ár hjá Íslandsbanka. „Ég er hagfræðingur að mennt frá HÍ og með próf í verðbréfaviðskiptum frá HR. Að loknu námi starfaði ég hjá Kaup- höll Íslands í sjö ár. Þaðan lá leið mín í Íslandsbanka þar sem hef ég starfað síðan.“ Þrífst á nýjum áskorunum Hildur og Birna hafa báðar öðlast dýrmæta reynslu við fjölbreytt störf innan bankans síðastliðin ár. Að sögn Birnu er kostur að starfa hjá stóru fyrirtæki eins og Íslands- banka. Þar gefst kostur á að þróast innan bankans og breyta til. „Ég byrjaði á fjárfestingarbanka- sviði en hef einnig starfað bæði í fjárstýringu og eignastýringu. Nú síðast starfaði ég á fyrirtækja- sviði áður en ég tók við nýju starfi innan bankans í desember síðastliðnum í verðbréfamiðlun, sem er mín fimmta staða innan bankans. Áhersla mín er á erlenda fjárfesta og stærri einkafjárfesta. Markaðir hafa verið líf legir og ég sé líka mikil tækifæri í að styrkja viðskiptatengsl bankans erlendis.“ Hildur hefur starfað við ýmis störf hjá Íslandsbanka síðan 2010. „Ég byrjaði sem ráðgjafi í útibúi Íslandsbanka eftir menntaskóla og hef fengið tækifæri til að ferðast innan fyrirtækisins. Eftir laganám hóf ég störf sem lögfræðingur í lögfræðideildinni. Fyrir rúm- lega þremur árum byrjaði ég svo í fyrirtækjaráðgjöfinni. Í dag starfa ég sem lögfræðingur í fyrirtækja- ráðgjöf bankans,“ segir Hildur. Krefjandi verkefni og góð heilaleikfimi á hverjum degi Að sögn Hildar er fyrirtækja- ráðgjöf í eðli sínu fátt annað en þjónusta og ráðgjöf til fyrirtækja um mál félagsins. „Helstu verkefni okkar eru kaup og sala fyrirtækja, yfirtökur, samrunar og aðrar eignarhaldstengdar breytingar fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja með hlutabréfa- eða skulda- bréfaútboðum og nýskráningar og sala á hluta- og skuldabréfum. Fyrirtækjaráðgjöf er að mínu mati ein skemmtilegasta deildin í bankanum. Hvert verkefni er ólíkt öðrum og enginn dagur er eins.“ Hildur er eini lögfræðimenntaði starfsmaðurinn í sinni deild. „Ég sinni því aðeins öðruvísi hlutverki en kollegar mínir. Í öllum okkar verkefnum kemur reynsla mín og menntun í lögfræði til góða enda trúi ég því að fjölbreytileiki í teymum skili bestum árangri. Þungt regluverk er í kringum starfsemina og verðbréfaviðskipt- in, sem þarf að fylgjast náið með. Að auki fylgir mikil skjalagerð hverju verkefni, sem lendir oftar en ekki á mínu borði. Einnig hef ég umsjón með skrifum og verk- efnastýringu þegar við útbúum lýsingar verðbréfa fyrir viðskipta- vini okkar.“ Í verðbréfadeildinni segist Birna fyrst og fremst vera að byggja upp viðskiptatengsl. „Í því felst að kortleggja mögulega fjárfesta, hafa samband við þá og kynna fyrir þeim íslenskan verðbréfa- markað og efnahagsumhverfið hér. Mikilvægt er að hafa góða þekkingu á fjármálamarkaði hér heima og erlendis og því fylgist ég vel með mörkuðum og efnahags- málum innan lands sem utan. Í störfum mínum hjá Íslandsbanka hef ég náð mér í víðtæka reynslu og þekkingu frá mörgum ólíkum hliðum í bankastarfsemi sem nýt- ist mér í núverandi starfi. Reynsl- an frá Kauphallarárunum kemur sér einnig vel en þar kynntist ég þankaganginum á bak við verð- bréfaviðskipti. Hagfræðinámið hefur einnig verið góð undirstaða. Þó að ég hafi aldrei diffrað eða tegrað í vinnunni var sá skóli engu að síður góð heilaleikfimi.“ Góður vinnustaður Hildur og Birna eru báðar afar ánægðar í sínu starfi og sammála um að vinnufélagarnir spili þar stórt hlutverk. „Ég hefði aldrei verið svona lengi hjá bankanum ef þetta væri ekki frábær vinnustaður,“ segir Hildur. „Það sem gerir Íslandsbanka svona skemmtilegan eru samstarfs- félagarnir og fjölbreytnin. Þetta er eins og mörg lítil fyrirtæki í einu fyrirtæki. Allir að sinna sínu og ótal sérfræðingar í öllu mögulegu. Hér er hægt að vaxa í starfi og margt hægt að læra með öllu þessu góða fólki. Vinnudagarnir eru þó oft krefjandi og langir. Það einkennir fyrirtækjaráðgjöf almennt að fólkið er metnaðarfullt, þyrstir í að læra og er tilbúið að hlaupa hratt. Ráðgjöfin er frábær vettvangur til að kynnast markaðnum á handa- hlaupum. Þú færð tækifæri til að vinna fyrir stór og flott félög og kosturinn er að þú kynnist lykil- stjórnendum í þessum félögum og færð að læra af þeim líka.“ „Ég hef oft sagt að það séu forrétt- indi að vinna í Íslandsbanka,“ bætir Birna við. „Það er einstaklega vel hugsað um okkur starfsfólkið. Hjá okkur er til dæmis lögð áhersla á jafnvægi milli einkalífs og vinnu og fólk er eindregið hvatt til að afla sér fræðslu og þekkingar. Þá er mikið lagt upp úr vellíðan á vinnustað og góðri liðsheild.“ Mætti bæta kynjahlutföllin „Kynjahlutföllin mættu vera betri á okkar sviði og í okkar deild,“ segir Hildur. „Eftir að tvær konur létu nýlega af störfum erum við í dag tvær konur í ráðgjöfinni og tíu karlar. Það er frábært að vinna með öllum í deildinni en stefna bankans og okkar er að fjölga konum.“ Birna bætir við að í gegnum tíðina hafi einnig hallað á konur í fjárfestingarbankastarfseminni heima og erlendis. „Hópurinn sem ég vinn með samanstendur af fólki með fjölbreytta reynslu og mennt- un, sem er nauðsynlegt. Þannig komast mismunandi sjónarmið og hugmyndir á yfirborðið. Konur og karlmenn hafa oft ólíka sýn og nálgun á viðfangsefni. Því tel ég nauðsynlegt að hlutföllin verði jafnari í fjárfestingarbankastarf- seminni til þess að ná fram meiri fjölbreytileika í hópnum,“ segir hún. „Það er augljóst að fjölbreytt teymi með fólki af ólíkum aldri, kyni, bakgrunni og fleira skara fram úr,“ bætir Hildur við. Jafnréttismál Íslandsbanka Íslandsbanki er leiðandi fyrirtæki í sjálfbærnimálum en jafnréttis- mál eru hluti af sjálfbærniveg- ferð bankans. Eitt af sjálfbærni- markmiðum fyrir árið 2025 er að jafna betur út kynjahlutföll innan bankans. „Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn bankans er um 40%,“ segir Birna og bætir Hildur við að bankinn vilji tryggja að hlutfall karla og kvenna í stjórn- endateymi bankans fari ekki undir það. „Á síðustu árum hefur bank- inn lagt áherslu á að jafna hlutföll kynjanna og gripið til aðgerða. Þá er bankinn með jafnlaunavottun og tekur þátt í ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti,“ segir Birna. „Það er ekkert launungarmál að það vantar fleiri konur í fjárfest- ingarbankann almennt og skýrt markmið bankans er að fjölga þeim. Stereótýpan af fjárfestingar- bankastarfsmanni er karlmaður í augum margra, og var það hjá mér þegar ég byrjaði. Þessi bransi er enn í dag mjög karllægur og stjórnendur í fjárfestingarbanka eru oftar en ekki karlmenn. Ég held það sé ekki vilji hjá neinum til að hindra konur eða útiloka frá þessum markaði, heldur hefur þetta verið þróunin um árabil og við virðumst aðeins hafa sofnað á verðinum. Mikil tækifæri felast í því að kynna starfsemina betur fyrir konum, breyta kúltúr í takt við nýjar áherslur og fjölga konum í þessum störfum. Það er mín ein- læga trú að kynjahlutföllin muni breytast hratt á næstu árum. Hjá bankanum er verið að setja af stað aðgerðaáætlun um mælanleg markmið um fjölgun kvenna í fjár- festingarbankanum og í upplýs- ingatækniþjónustu,“ segir Hildur. „Það eru því spennandi tækifæri til staðar því slíkar umbætur styrkja þjónustuframboð bankans til við- skiptavina enn betur,“ bætir Birna við. Hæfir einstaklingar finnast af öllum kynjum og gerðum „Eitt stóru málanna í dag er að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- stöðum. Fyrir ungar konur sem vilja ná langt eru góðar fyrirmynd- ir ómissandi. Því miður virðist enn halla á konur í stjórnenda- hlutverkum. Bankastjóri Íslands- banka er til dæmis eina konan sem er forstjóri í félagi sem er skráð í Kauphöll. Það hljóta allir að sjá að það er skakkt og gengur ekki upp til lengdar,“ segir Hildur. „Ég tel að alltaf ætti að leitast við að hafa fjölbreytileika í hópi stjórnenda, hvort sem við horfum á kyn, aldur, reynslu og fleira. Með því fáum við mismunandi sjónarmið og hugmyndir fram, sem á endanum stuðlar að betri ákvörðunum. Að sjálfsögðu er mikilvægt að velja hæfustu einstaklingana í stjórn- unarstöður, en hæfir einstaklingar, sem eiga mikið erindi í áhrifa- stöður, finnast af öllum kynjum,“ bætir Birna við. n Ég hef oft sagt að það séu forréttindi að vinna í Íslandsbanka. Birna Margrét Fyrirtækjaráðgjöf er að mínu mati ein skemmtilegasta deildin í bankanum. Hvert verkefni er ólíkt öðrum og enginn dagur er eins. Hildur Karen Íslandsbanki í fararbroddi í kynjahlutföllum Hildur Karen Haraldsdóttir til vinstri og Birna Margrét Olgeirs- dóttir til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR kynningarblað 17FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.