Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 62
Fólk hringir
stundum til að
spyrja hvort það eigi lyf
í lyfjagáttinni og biður
okkur síðan um að hafa
þau tilbúin svo það geti
bara lagt fyrir utan,
skotist inn til að sækja
lyfin og síðan skotist
aftur út í bíl.
Margrét Birgisdóttir
Reykjavíkur Apótek er eitt
þekktasta vörumerki lands-
ins. Lengi var starfrækt apó-
tek undir því nafni á horni
Austurstrætis og Pósthús-
strætis. Það var lagt niður
eftir nær 240 ára starfsemi.
Árið 2009 var Reykjavíkur
Apótek stofnað í Héðinshús-
inu að Seljavegi.
Eigendur Reykjavíkur Apóteks
eru lyfjafræðingarnir Margrét
Birgisdóttir og Ingibjörg Sigríður
Árnadóttir ásamt mönnum sínum
Ólafi Adolfssyni, lyfsala á Akranesi
og Pétri Þorgrímssyni. Þær standa
vaktina sex daga vikunnar og
gæta þess að jafnan er hið minnsta
önnur þeirra á staðnum. Þær leggja
mikla áherslu á að þjónustan sé
góð og persónuleg. Reykjavíkur
Apótek er hverfisapótek vestast í
gamla vesturbænum. Viðskipta-
vinirnir eru margir hverjir fasta-
kúnnar sem heilsað er með nafni
þegar þeir mæta.
„Við leggjum mikið upp úr því
að veita góða þjónustu. Margrét
hefur staðið vaktina frá 2009 og
flestir viðskiptavinir apóteksins
þekkja hana,“ segir Ingibjörg sem
kom inn í fyrirtækið fyrir ári en
þær eiga Reykjavíkur Apótek
saman til helminga.
Þær Margrét og Ingibjörg segja
kosti fylgja því fyrir viðskiptavini
að versla við sjálfstætt apótek í
einkaeigu fremur en starfsstöð
stórrar keðju lyfjaverslana. Hér fær
fólk þjónustu frá starfsfólki sem
það þekkir. „Eins og er vinna hér
einungis konur,“ segir Margrét.
„Það er nú ekkert með ráðum gert
og við höfum haft karla í vinnu, en
svona hittist á núna.“
Apótekið á horninu
Segja má að Reykjavíkur Apótek sé
eins konar „kaupmaðurinn á horn-
inu“ apótek sem þjónar íbúum í
gamla vesturbænum og þeim sem
starfa þar í nágrenninu. Auk þess
býður Reykjavíkur Apótek upp á
heimsendingarþjónustu á lyfjum
um allt höfuðborgarsvæðið.
„Við sendum heim alla virka
daga og eigum marga fasta við-
skiptavini í okkar nærumhverfi en
einnig á Völlunum í Hafnarfirði,
í Mosfellsbæ og allt þar á milli,“
segir Margrét. „Það er keyrt út á
hverjum degi frá klukkan 15 en þá
leggur sendillinn af stað og tekur
stóran hring“ bætir Ingibjörg við.
Í tengslum við heimsend-
ingarnar er talsverð umsýsla,
pantanir teknar í gegnum síma
eða tölvupóst og lyfin gerð klár til
sendingar.
Umsýsla í kringum lyfseðla
hefur breyst mikið á síðustu árum.
Í raun er gamli lyfseðillinn nær
algjörlega horfinn og hefur vikið
fyrir rafrænum lyfjaávísunum.
Þegar þær Margrét og Ingibjörg
voru að stíga sín fyrstu skref í fag-
inu fór mestur tími lyfjafræðinga
í að lesa úr mislæsilegum hand-
skrifuðum lyfseðlum auk þess að
taka við lyfseðlum í gegnum síma.
Þá ritaði lyfjafræðingurinn upp
lyfseðla samkvæmt fyrirmælum
læknis og gat það tekið drjúga
stund, jafnvel 1-2 klukkustundir
á dag.
Miklu minni tími fer í símann
í dag en áður fyrr. „Fólk hringir
stundum til að spyrja hvort það eigi
lyf í lyfjagáttinni og biður okkur
síðan um að hafa þau tilbúin svo
það geti bara lagt fyrir utan, skotist
inn til að sækja lyfin og síðan
skotist aftur út í bíl. Þetta eru mikið
fastakúnnarnir okkar sem eru
farnir að þekkja okkur.
Margrét og Ingibjörg námu báðar
lyfjafræði við Háskóla Íslands. Að
námi loknu hóf Margrét störf í
gamla Vesturbæjarapóteki á Mel-
haga og var þar í þrjú ár áður en hún
flutti sig yfir til alþjóðlega lyfja-
fyrirtækisins Eli Lilly sem var með
stóra markaðsskrifstofu á Íslandi.
Þar starfaði hún í sjö ár en síðustu
árin var apóteksstarfið aftur farið
að toga í hana. Margrét er einn af
stofnaðilum Reykjavíkur Apóteks á
Seljavegi og hefur hún verið lyfsali
allt frá opnun í mars 2009.
Ingibjörg útskrifaðist líka úr
lyfjafræði við HÍ, aðeins á eftir
Margréti. Eftir nám fór hún til
starfa hjá Lyfju. Þar vann hún á
nokkrum starfsstöðvum. Að því
kom að leiðir hennar lágu til Eli
Lilly þar sem þær Margrét urðu
samstarfskonur 2004. Úr varð að
þær hættu störfum hjá Eli Lilly um
svipað leyti. Ingibjörg fór aftur
yfir í Lyfju og var þar í tvö ár. Þá
eignaðist hún sitt þriðja barn og
fór út úr lyfjageiranum í meira en
áratug í kjölfarið.
Þegar börnin fóru að stálpast
leitaði hugur Ingibjargar aftur út
á vinnumarkaðinn og hún réð sig
til Reykjavíkur Apóteks sem þá
var komið í meirihlutaeigu Haga.
Það varð úr að Ingibjörg var ráðin
í nýja lyfjabúð í Skeifunni sem
starfaði undir merkjum Reykja-
víkur Apóteks.
Margrét segir frá því að Hagar
hafi svo ákveðið eftir einungis eitt
ár að selja frá sér lyfjabúðir sínar
og úr hafi orðið að Lyfja keypti
útibúið í Skeifunni en þær Ingi-
björg keyptu Reykjavíkur Apótek í
Héðinshúsinu ásamt félaginu. Þær
hafa nú átt fyrirtækið og starfað
saman í tæpt ár og eru alsælar með
samstarfið.
Persónuleg þjónusta
Þær Margrét og Ingibjörg segja
mikinn mun vera milli sjálfstæðra
apóteka á borð við Reykjavíkur
Apótek annars vegar og stóru lyf-
sölukeðjanna hins vegar. „Ég held
að hvort tveggja hafi bæði kosti
og galla,“ segir Ingibjörg. „Eitt sem
vinnur með keðjunum er að þar
getur fólk séð birgðastöðu milli
verslana og vísað viðskiptavinum
á aðra verslun ef einhver vara er
ekki til. Við erum bara eitt apótek
og við erum hér. Ef eitthvað vantar,
sem kemur fyrir en sem betur
fer ekki oft, þá bara pöntum við
vöruna og hún er yfirleitt komin
daginn eftir eða innan örfárra
daga. Þetta eru kannski helst þessi
dýru líftæknilyf sem við liggjum
ekki með.“ Margrét tekur undir
þetta og segir mögulega einhverja
hagkvæmni fylgja stærðinni,
auk þess sem hægt sé að dreifa
kostnaði eins og til dæmis auglýs-
ingakostnaði á fleiri einingar.
Á móti kemur að Reykjavíkur
Apótek er lítið einkarekið fyrir-
tæki í eigu tveggja kvenna, sem
sjálfar standa vaktina. Viðskipta-
vinurinn getur treyst því að eig-
andinn er á staðnum og stendur og
fellur með þjónustunni, alveg eins
og hjá kaupmanninum á horninu.
„Önnur okkar er alltaf hérna og
við erum oft báðar. Við förum
aldrei í frí á sama tíma vegna þess
að við viljum tryggja að þjónustan
sé alltaf sama góða og persónu-
lega þjónustan sem viðskiptavinir
okkar búast við og eiga rétt á,“ segir
Ingibjörg og Margrét kinkar kolli
til samþykkis og brosir í kampinn.
Þegar viðskiptavinir hringja í
Reykjavíkur Apótek svarar alltaf
manneskja en ekki símsvari. Engin
tölvurödd segir manni að maður
sé númer sex í röðinni og sím-
tölum verði svarað í réttri röð. Það
er regla fremur en undantekning
að það sé eigandinn sem svarar
í símann. „Við erum til staðar og
svörum í símann. Ef einhver hring-
ir og þarf að tala við lyfjafræðing er
biðin sjaldan löng, ef það er þá ekki
bara lyfjafræðingur sem svaraði
símanum,“ segir Margrét.
Í stærri apótekum er lyfja-
fræðingurinn gjarnan á bak við að
taka saman lyf sem fara síðan fram
í afgreiðslu og viðskiptavinurinn
hittir aldrei lyfjafræðinginn. Í
Reykjavíkur Apóteki koma lyfja-
fræðingarnir jöfnum höndum
fram og afgreiða lyfin í hendur
viðskiptavina þannig að þjónustan
er persónulegri og sambandið við
viðskiptavini beinna.
Lyfjafræðingar í Reykjavíkur
Apóteki eru sérfræðingar um lyf
og lyfjanotkun en ekki bara það
þeir eru einnig sérfræðingar um
allt er snýr að niðurgreiðslu lyfja
viðskiptavina sinna. „Það getur
sparað viðskiptavinum okkar tugi
þúsunda á ári að þekkja rétt sinn í
greiðsluþátttökukerfi lyfja og við
leggjum okkur fram um að leið-
beina viðskiptavinum okkar um
val á lyfjum og að sækja rétt sinn
til greiðsluþátttöku hins opinbera í
lyfjum, þar erum við sérfræðingar“
segir Margrét. Í Reykjavíkur Apó-
teki er einnig mikil þekking á
sykursýkilyfjum, en Margrét er
greind með sykursýki 1. „Þetta
þýðir að ég þarf að sprauta mig
með insúlíni og fylgjast mjög vel
með sykurgildum mínum. Fyrir
vikið þekki ég mjög vel til á þessu
sviði og get deilt reynslu minni
með öðrum sykursjúkum. Það
skiptir máli að sá sem afgreiðir
einstakling með sykursýki sé vel
að sér meðal annars vegna þess að
tæki og áhöld sem nota þarf geta
verið mjög mismunandi og erfitt
fyrir þá sem ekki þekkja vel til að
rata í þessum frumskógi, sérstak-
lega þá sem nýlega hafa verið
greindir með sykursýki.“
Leiðbeina viðskiptavinum
Covid hefur haft áhrif á lyfsölu-
geirann eins og alla aðra geira
samfélagsins. Apótek gegna ekki
hlutverki varðandi dreifingu
bóluefna en frá því að faraldurinn
skall á hefur sala aukist á hand-
spritti, hönskum, grímum og
nú síðast heimaprófum. Þá hafa
heimsendingar aukist mjög og
var það mest í byrjun þegar fólk
var hræddara en það er í dag og
veigraði sér við að fara út ef það
komst hjá því. Þetta hefur aftur
aukist upp á síðkastið þegar svo
margir eru í einangrun og sóttkví
sem raun ber vitni.
„Okkur þykir vænt um við-
skiptavinina okkar og viljum
þjóna þeim vel,“ segir Margrét og
Ingibjörg grípur boltann á lofti og
bætir við: „Við reynum að brosa á
bak við grímuna og finnst gaman
að við þekkjum marga af okkar
viðskiptavinum svo vel að við
heilsum þeim með nafni.“ Þær
segja að meðal þess sem felst í
þjónustu þeirra við viðskiptavini
sé að leiðbeina þeim eftir kostum
„Allir sem nota lyf eiga að velja sér
eitt apótek til að skipta við, jafn-
vel að eiga sinn lyfjafræðing sem
þekkir til þín og lyfjasögu þína,
það tryggir ákveðna samfellu
og eftirlit með lyfjagjöf og getur
komið í veg fyrir mistök í lyfja-
töku. Við erum síðasta varnarlín-
an til að uppgötva mistök áður en
viðskiptavinur fær lyf í hendur“
segir Ingibjörg.
Nú er búið að opna apótekið,
viðskiptavinir farnir að streyma
inn og síminn farinn að hringja
svo þær Margrét og Ingibjörg
verða að snúa sér að því að þjóna
þeim. Við þriðju manneskju
standa þær og afgreiða viðskipta-
vini og brosið og starfsgleðin
leynir sér ekki bak við grímuna. ■
Reykjavíkur Apótek – apótekið á horninu
Ingibjörg Sig-
ríður Árnadóttir
og Margrét
Birgisdóttir eig-
endur Reykja-
víkur Apóteks.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
42 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU