Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 91

Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 91
Það er eins með umhverf- ismálin og siglingarn- ar, maður þarf að vera stans- laust á vaktinni til að tryggja að við getum boðið bestu lausnirn- ar. Kristín Katrín Flutn- ingsnetið okkar telur yfir 80 viðkomu- staði um land allt og starfsemi okkar er mjög fjöl- breytt. Þuríður Fjölbreytt starfsemi Eim- skips teygir sig um land allt. Þuríður Tryggvadóttir for- stöðumaður segir verkefnin fjölmörg en að þjónustan sé alltaf í fyrsta sæti. Þuríður Tryggvadóttir er forstöðu- maður Þjónustumiðstöðvar og Vörudreifingar Eimskips. Hún hefur starfað í rúm 16 ár hjá fyrir- tækinu og er því flestum hnútum kunnug í starfseminni. „Stór hluti af mínu starfi felst í því að styðja við stjórnendur á innanlandssviði, finna leiðir til umbóta, skoða ferla og koma auga á tækifærin til að gera betur fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Þuríður en hún segist hafa verið heppin í sínum störfum hjá Eimskip. „Ég hef fengið að taka virkan þátt í ýmsum verkefnum, meðal annars innleiðingu þjónustustefnu, kynn- ingum og fræðslu fyrir starfsfólk, samskiptum við viðskiptavini og þróun á stafrænum lausnum, svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta aukið þekkingu mína til muna og gert mig að betri starfsmanni.“ Fjölbreytt starfsemi um land allt Eimskip er með fjölbreytta starf- semi um land allt og segir Þuríður að það sé krefjandi en um leið mjög spennandi vinnuumhverfi að starfa í. „Flutningsnetið okkar telur yfir 80 viðkomustaði um land allt og starfsemi okkar er mjög fjölbreytt. Í grunninn erum við vissulega að flytja vörur frá A til B en á bak við það er gríðarlega öflugt áætlunarkerfi í akstri milli lands- hluta, vörudreifing um land allt, morgundreifing í verslanir á höfuð- borgarsvæðinu, kæli- og frystivöru- flutningar, vöruhýsing og svo auð- vitað gámaakstur.“ Þuríður segir aldrei skorta verkefni og alltaf eru tækifæri til að gera betur. „Okkar markmið er að veita alltaf framúr- skarandi þjónustu til viðskiptavina okkar. Það er okkar hjartans mál og stór hluti af mínu starfi fellst í að tryggja það,“ segir Þuríður. Innanlandsakstur gríðarlega mikilvægur Þuríður segir viðskiptavini innanlandsþjónustu Eimskips vera fjölbreyttan hóp af frábærum fyrirtækjum og einstaklingum úr ýmsum geirum atvinnulífsins. „Það eru um tvö þúsund virkir viðskipta- vinir hjá okkur og koma þeir frá öllum landshlutum. Þetta eru aðilar í matvælaiðnaði, sjávarútvegi, heildsölur, smásölur, framleiðslu- fyrirtæki og aðilar í byggingariðn- aði svo einhverjir séu nefndir. Við gerum okkar allra besta til að halda áætlun okkar gangandi og bílstjór- arnir okkar keyra oft við ótrúlega krefjandi aðstæður til að halda vöruflutningakeðjunni gangandi.“ Morgundreifing Eimskips gerir mörgum fyrirtækjum í matvæla- framleiðslu um land allt kleift að koma vörum sínum eins ferskum og kostur er í stærri verslanir á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög mikilvægt fyrir aðila í þeirri grein.“ Tækifæri í frekari tækni og sjálfvirkni „Vöxturinn hjá okkur á innan- landssviðinu hefur verið gríðar- legur í smærri sendingum til og frá landsbyggðinni þar sem við erum bæði að veita netverslunum og einstaklingum þjónustu. Öflugt áætlunarkerfi okkar nær til allra landshluta og styður vel við þann vöxt og þau markmið sem við höfum sett okkur varðandi smærri sendingar,“ segir Þuríður. Hún segir mikil tækifæri felast í tækni og sjálfvirkni, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. „Við erum að þróa frekari upplýsinga- gjöf til viðskiptavina með raf- rænum hætti, skoða afhendingar og afhendingarleiðir með stafræna vegferð í huga. Þá erum við einnig að fylgjast náið með þróuninni varðandi orkuskipti í innanlands- flutningum og vörudreifingu. Við erum nú þegar með tvo metanbíla og einn rafmagnsbíl í okkar rekstri og allar okkar fjárfestingar miðast við umhverfisvænni lausnir. Ég er svo heppin að vinna með skemmti- legum og árangursdrifnum hópi fólks þar sem allir stefna í sömu átt og leita leiða til að gera betur. Það eru alltaf einhver spennandi verkefni í gangi sem halda manni á tánum.“ Framúrskarandi þjónusta er okkar hjartans mál Þuríður Tryggvadóttir er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar og Vörudreifingar Eimskips. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kristín Katrín Guðmundsdóttir forstöðumaður Söludeildar innflutnings hjá Eimskip. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mikilvægast að hlusta á þarfir viðskiptavina Öflugt siglingakerfi Eimskips, framúrskarandi þjónusta og lausnamiðað starfsfólk er lykillinn að góðu sambandi við viðskipta- vininn að sögn Kristínar Katrínar Guðmundsdóttur. Hún er for- stöðumaður Söludeildar inn- flutnings hjá Eimskip. Hún tók við starfinu í lok síðasta árs og hefur þurft að koma sér hratt inn í hlut- ina en segir starfið mjög spenn- andi og fjölbreytt. „Ég fer fyrir söludeild innflutn- ings Eimskips en viðskiptavinir okkar eru mörg af stærstu fyrir- tækjum landsins í innflutningi. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að veita framúrskarandi þjónustu og lausnir í oft á tíðum mjög krefjandi umhverfi,“ segir Kristín Katrín. Að hennar sögn hafa undanfarin misseri verið sérstaklega krefjandi í flutningi þar sem ástandið í heiminum hefur meðal annars haft áhrif á gámastöðu og gert for- flutning á gámum í skip flóknari en áður hefur verið. „Áskoranir okkar felast því að stórum hluta í að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar til að koma vörum til lands- ins og að tengja inn í okkar öfluga siglingakerfi til og frá Íslandi. Við erum með öflugt skrifstofunet erlendis og eigum í góðu samstarfi við erlend skipafélög og þrátt fyrir miklar áskoranir hefur allt gengið vel.“ Allt frá ávöxtum upp í vinnuvélar Kristín Katrín segir mikinn metnað hjá Eimskip að vera ávallt til staðar fyrir viðskiptavini sína. „Mikilvægast er að hlusta á þarfir þeirra og veita þeim alla þá þjónustu sem hentar þeim. Um er að ræða mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í hinum ýmsu geirum, allt frá matvöru og öðrum nauðsynjavörum, upp í bíla og búnað fyrir stærri fram- kvæmdir. Því leggjum við okkur fram við að setja okkur inn í þá geira sem við sinnum til að skilja viðskiptavininn og vera alltaf klár með þær lausnir sem henta best hverju sinni.“ Kristín Katrín segir Eimskip einnig vera með sér- staka deild sem sinnir sérstaklega miðlungs og smærri fyrirtækjum í innflutningi og þá sinni útf lutn- ingsdeild félagsins öllum þörfum útflytjenda. Tækifærin liggja alls staðar „Við viljum alltaf bæta okkur og þess vegna erum við sífellt að skoða hvað við viljum gera betur og hvernig. Við vinnum þétt með viðskiptavinum okkar að framþróun og hvetjum til sam- tals varðandi nýjar lausnir,“ segir Kristín Katrín og bætir við að sem dæmi geta viðskiptavinir reiknað út kolefnisfótspor sinna f lutninga á vef Eimskips en sá málaflokkur hefur vegið sífellt þyngra í augum viðskiptavina. „Margir viðskipta- vinir nýta sér þetta tól enda hafa umhverfismál verið sett á oddinn víða og því er mikilvægt fyrir okkur að geta svarað því kalli með upplýsingagjöf til viðskipta- vina. Við getum heldur ekki rætt nægilega mikið um nýjustu skipin okkar sem eru bæði gríðarlega mikill styrkur inni í áreiðanlega siglingakerfið okkar og einnig þau umhverfisvænustu per f lutta einingu. Það er eins með umhverf- ismálin og siglingarnar, maður þarf að vera stanslaust á vaktinni til að tryggja að við getum boðið bestu lausnirnar sem völ er á,“ segir Kristín Katrín. Viðskiptavinirnir gera þetta líka skemmtilegt Eftir aðeins nokkrar vikur í núverandi starfi hlakkar Kristín Katrín til komandi tíma hjá Eim- skip. „Það sem er best við þetta starf er það einstaka teymi sem hér vinnur. Hér er mjög reynslumikið starfsfólk sem hefur verið lengi hjá fyrirtækinu og þekkir flutnings- bransann inn og út. Mikill áhugi og metnaður er fyrir því að sinna viðskiptavinunum eins vel og kostur er hverju sinni en viðskipta- vinir okkar gera starfið líka mjög skemmtilegt, maður fær að kynn- ast þverskurði atvinnulífsins og mörgum af þeim stóru og áhuga- verðu fyrirtækjum sem koma við sögu í okkar daglega lífi.“ n kynningarblað 71FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.