Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 11

Andvari - 01.01.2019, Page 11
10 HJALTI HUGASON ANDVARI móti skal reifuð sú hugmynd að frami Péturs Sigurgeirssonar í kirkj- unni hafi fyrst og fremst ráðist af því að hann hafi átt drjúgan þátt í að endurnýja starf þjóðkirkjunnar á árunum eftir síðari heimsstyrjöld- ina og færa það til nútímalegs horfs. Líta má svo á að á þessum árum hafi þjóðkirkjan hafið vegferð sína frá hefðbundinni sveitakirkju yfir í þéttbýliskirkju. Með sveitakirkju er þá átt við kirkjustofnun sem mótuð er af hefðbundnu dreifbýlissamfélagi. Þar er guðsþjónusta á helgum dögum óskoruð þungamiðja kirkjustarfsins auk þess sem presturinn í hlutverki opinbers embættismanns vinnur þau prestsverk sem til falla í sóknum hans. Að öðru leyti er kirkjuhúsið lokað og kirkjustarfið í lágmarki enda örðugt um vik þar sem fámenni, fjarlægðir, fastmótaðar hefðir og rótgrónar hugmyndir um hlutverk kirkjunnar skapa hindr- anir af ýmsum toga. Með þéttbýliskirkju er aftur á móti átt við kirkju í fjölmenni sem nýtir kosti þess til fjölbreytilegs starfs bæði á helg- um dögum og rúmhelgum og miðar það við forsendur og þarfir ým- issa aldurs- og samfélagshópa. Þessi breyting var seint á ferðinni hér enda tekur oft langan tíma fyrir gamalgrónar stofnanir að laga sig að breyttum þjóðfélagsháttum. Hér verður ekki síst rakið hvernig Pétur Sigurgeirsson beitti sér einmitt í þessu efni allt frá upphafi prestskapar síns. Þegar fjallað skal um nýlega genginn samtímamann er við hæfi að draga fram þá þætti sem valda kunna samúð, andúð eða jafnvel gagnúð hjá söguritaranum í garð þess sem um er fjallað. Hér skal ekki undan því vikist. Pétur Sigurgeirsson var fasti punkturinn í kristnihaldinu á Akureyri á uppvaxtarárum mínum þar á sjötta, sjöunda og fram á átt- unda áratug liðinnar aldar. Sóknarprestarnir voru vissulega tveir frá 1948 og störfuðu í óskiptu tvímenningsprestakalli. Prestar komu og fóru í öðru embættinu en Pétur stóð stöðugur í hinu. Fjölskylda mín var vissulega ekki kirkjurækin en hjá okkur féllu til prestsverk eins og gengur. Ætíð var leitað til samverkamanna Péturs við þau tækifæri. Ekki þekki ég tildrög þessa en mig grunar að þarna hafi fjarlægðir af mismunandi toga ráðið ferðinni. Prestsbústaðurinn sem samverka- menn Péturs bjuggu í hver á eftir öðrum var við Eyrarlandsveg rétt suður af kirkjunni og þar með á brekkubrúninni upp af húsinu okkar. Pétur bjó hins vegar lengst uppi á Ytri-Brekkunni sem í barnsminn- inu var óravegu frá miðbænum þar sem ég lifði og hrærðist í mínum bernskuheimi. Hugsanlega var það einnig svo í huga hinna fullorðnu. Svo var einnig fjarlægð í félagslegu tilliti. Þótt Pétur væri vissulega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.