Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 14

Andvari - 01.01.2019, Page 14
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 13 Norðurland um og upp úr 1970 glímdu sem sé við þann sameiginlega vanda að tjá og túlka kristinn boðskap í síbreytilegu umhverfi þar sem trúin var auk þess að verða sífellt meira utanveltu og framandi í huga alls þorra fólks. Í viðleitni Péturs og hópanna tveggja sem nefndir voru til leiks má aftur á móti greina þrenns konar aðferðafræði til að mæta vandanum. Í öðru samhengi hefur höfundur þessara orða lýst aðferð- unum með hugtökunum skerping, innhverfing og aðlögun. Þeir sem bregðast við fyrrgreindum vanda með skerpingu leitast við að leggja áherslu á sérstöðu sína og sérkenni og aðgreina sig auk þess frá sam- félaginu og menningunni sem þeim hættir til að álíta fjandsamlega í sinn garð. Þeir sem hallast fremur að innhverfingu leggja áherslu á andlega þætti trúarinnar sem oft eru kenndir við dulúð eða spíritúali- tet og leitast við að efla þá og rækta með ýmsum fornum, kirkjulegum hefðum í tilbeiðslu og helgihaldi. Þegar aðlögun er beitt er á hinn bóg- inn tekið jákvætt mið af umhverfinu og leitast við að ná til þess eftir leiðum sem því eru eðlilegar. Þá er þess ekki freistað að greina sig frá umhverfinu. Þvert á móti er keppt að því að byggja upp jákvæð tengsl við umhverfið og hafa áhrif á það innanfrá.5 Eftir á að hyggja er ljóst að þessum þremur leiðum laust saman í kristnihaldinu á Norðurlandi þegar mín kynslóð var að komast til vits og ára. Núningurinn sem af því hlaust mótaði um margt dóma fólks um menn og málefni — þar á meðal Pétur Sigurgeirsson sem var einn aðalleikarinn á norðlensku kirkju-„senunni“. En meira um það síðar. Ég á líka persónulegri minningar um Pétur en þær sem framar getur. Ég var einn vetur í sunnudagaskóla hjá honum í Akureyrarkirkju. Það voru mikil umskipti miðað við það sem ég hafði kynnst í Zíon. Í kirkj- unni voru miklu fleiri krakkar en þar. Ég minnist léttleika, hraða og snerpu í samverunum sem ég hafði ekki kynnst áður við slík tækifæri. Svo virkjaði Pétur krakkana á allt annan hátt sem veitti þeim gleði og sjálfsöryggi. Meiru skipti svo að fyrstu predikanir mínar flutti ég að beiðni Péturs í Akureyrarkirkju og Lögmannshlíðarkirkju lík- lega sumarið eftir fyrsta vetur minn í guðfræðideildinni. Með þessu sýndi hann traust. Um kvöldið bauð hann svo í mat heima í prests- setrinu við Hamarstíginn. Raunar vekur nú furðu mína að ég skyldi þora að þekkjast boðið! Þarna kynntist ég persónulegu hliðinni á Pétri og Sólveigu, konu hans. Þau voru glöð og gáskafull. Alþýðleiki þeirra og vinsemd feyktu burt kynslóðabili og stéttamun sem vissulega hafði mikil áhrif á Akureyri á þessum árum. Nú nærri hálfri öld síðar lifir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.