Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 23

Andvari - 01.01.2019, Side 23
22 HJALTI HUGASON ANDVARI entsprófi í heimalandi sínu. Aðeins einu sinni höfðu fleiri útskrifast í einu (1928). Þann 18. júní þá um sumarið, á seinni degi lýðveldishátíð- arinnar, vígðust níu prestar til þjónustu í þjóðkirkjunni. Allt voru þetta skólabræður Péturs. Í þeim hópi voru fimm sem útskrifast höfðu þá um vorið, þar á meðal Sigurður Guðmundsson sem fyrr var nefndur. Sjálfur tók Pétur ekki vígslu að þessu sinni þar sem hann var ráðinn í að leita sér frekari undirbúnings undir framtíðarstarfið.53 Pétur á sammerkt með flestum íslenskum prestum fyrr og síðar í því að torvelt er að gera nákvæma grein fyrir guðfræði þeirra í þröng- um fræðilegum skilningi. Ástæðan er sú að guðfræðin kemur eink- um fram í störfum þeirra í kirkjunni og jafnvel utan hennar sem og í ýmsum hagnýtum skrifum, svo sem predikunum, en þær mótast af fjölmörgum sjónarmiðum sem ekki eru alltaf guðfræðilegs eðlis. Fæstir láta hins vegar eftir sig fræðileg skrif og gegnir því máli um Pétur Sigurgeirsson. Það er því ekki auðvelt að lýsa honum sem guð- fræðingi við útskrift hans úr Háskólanum. Hann mótaðist þó að lang- mestu leyti af frjálslyndu guðfræðinni á lokaskeiði hennar sem ráðandi guðfræðistefnu í landinu. Þau mótunaráhrif voru líka í fullu samræmi við þá trúartúlkun sem hann hafði kynnst heima fyrir í æsku.54 Hér er því litið svo á að Pétur hafi verið opinn, hófsamur, félagslega sinnaður frjálslyndur guðfræðingur, þótt hann hafi fráleitt verið fylgjandi rót- tækari útgáfum frjálslyndu guðfræðinnnar sem einkenndust af sögu- legri gagnrýni á vettvangi biblíutúlkunar. Er þessi greining ekki síst byggð á því uppbyggingarstarfi sem hann lagði stund á sem prestur á Akureyri. Í þessu á hann sammerkt með meginþorra embættisbræðra sinna um miðbik 20. aldar þótt útfærsla hans á þessum sjónarmiðum í kirkjustarfinu hafi um flest verið sérstæð, eins og sýnt verður fram á. Pétur var á hinn bóginn gagnrýnni á aðra tískustefnu í íslensku kirkj- unni fram eftir 20. öld, þ.e. spíritismann, en margir íslenskir guðfræð- ingar af hans kynslóð litu enn svo á að sálarrannsóknir í anda hans gætu fært sönnur á ódauðleika sálarinnar og líf að loknu þessu. Var þetta skiljanlegt þar sem allt í kenningu kirkjunnar sem að handanver- unni laut átti mjög undir högg að sækja eftir framrás efnishyggjunnar allt frá því fyrir aldamótin 1900.55 Síðar verður vikið örlítið að þeirri guðfræði sem lesa má út úr störfum Péturs sem biskups. Um þær mundir sem Pétur Sigurgeirsson útskrifaðist voru þess ekki mörg dæmi að guðfræðingar leituðu sér framhaldsmenntunar að loknu embættisprófi. Þá voru Norðurlöndin og Evrópa einnig lokuð vegna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.