Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 25

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 25
24 HJALTI HUGASON ANDVARI kvekari og hafði átt þátt í að efla þá kirkjudeild mjög, m.a. með því að stofna sérstakan guðfræðiskóla á hennar vegum, Earlham School of Religion.66 Pétur notaði einnig tímann til að nema blaðamennsku sem hann hafði mikinn áhuga á.67 Hann hafði enda hlotið nasaþef af faginu með störfum við Kirkjublað föður síns.68 Eins og vænta mátti var íslenskur guðfræðingur kallaður til ýmiss konar kirkjulegrar þjónustu meðal Íslendinga í Vesturheimi. Veturinn 1944–1945 hélt Pétur mánaðarlegar guðsþjónustur fyrir landa sína í New York. Þá gegndi hann afleysingarþjónustu meðal Vestur- Íslendinga í Winnipeg og Argyle í Manitoba sumarið 1945. Stríðið setti mark sitt á dvöl Péturs og kirkjulegt starf hans í Vesturheimi en hann átti þátt í að halda minningarguðsþjónustur um þau sem fórust með Goðafossi 10. nóvember 1944 og síðar einnig Dettifossi.69 Við þau tækifæri fékk hann forsmekk að því sem prestar geta fyrirvaralaust staðið frammi fyrir og hann átti eftir að reyna á óvenju hastarlegan hátt, þá nývígður prestur. Pétur Sigurgeirsson kom heim úr Ameríkudvöl sinni snemma árs 1946 og hóf þá fyrir alvöru störf við Kirkjublaðið. Sigurgeir biskup hóf útgáfu þess vorið 1943 og kom það almennt út mánaðarlega í dag- blaðsformi til októberloka 1953. Sigurgeir hafði látist um miðjan mán- uðinn og var þá helsti burðarstólpi blaðsins fallinn.70 Þótt Sigurgeir væri alla tíð ritstjóri, eigandi og útgefandi blaðsins var greinilega litið svo á að það væri málgagn kirkjunnar.71 Þegar á háskólaárunum hafði Pétur lagt blaðinu til efni en þar skrifaði hann m.a. um vísitasíu- ferðir föður síns sem hann tók oft þátt í.72 Ekki sagði hann heldur að fullu skilið við blaðið meðan á námsdvölinni vestanhafs stóð.73 Má sérstaklega benda á að í apríl 1946 fjallaði hann um kristilega æsku- lýðshreyfingu í Bandaríkjunum — Youth for Christ — sem myndast hafði um þekktan jazzleikara og predikara, Jack Wyrtzen (listamanns- nafn John Von Casper Wyrtzen 1913–1996).74 Hefur þessi hreyfing tvímælalaust vakið athygli Péturs og skilaði það sér síðar inn í safn- aðarstarf hans á Akureyri. Þá er það í frásögu færandi að tíðindamað- ur Kirkjublaðsins var einn Íslendinga í hópi fjölmargra blaðamanna í Hvíta húsinu skömmu eftir að Harry S. Truman tók við forsetaemb- ætti við lát Franklins D. Roosevelt.75 Störf Péturs Sigurgeirssonar við Kirkjublaðið urðu öllu umfangsmeiri og formlegri eftir heimkomuna. Fyrsta forystugrein hans birtist í maí 1946 en þá stóðu kosningar til Alþingis fyrir dyrum. Bar greinin yfirskriftina „Hvern ætlar þú að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.