Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 32

Andvari - 01.01.2019, Page 32
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 31 átti sóknarprestur að minnast aðstoðarprests í predikun sinni fyrsta helgan dag eftir komu aðstoðarprestsins í kallið. Hann átti svo að flytja fyrstu predikun sína næsta helgan dag þar á eftir.107 Í forföll- um Friðriks J. Rafnar annaðist einn sóknarnefndarmanna, Brynleifur Tobiasson (1890–1958) menntaskólakennari, þessa kynningu.108 Má líta á það sem táknrænan atburð að óvígður fulltrúi safnaðarins leiddi Pétur með þessum hætti inn í prestsþjónustuna, en hann átti eftir að beita sér verulega til að auka veg óvígðra í kirkjunni bæði sem prestur og biskup. Ýmis embættisverk biðu nývígða prestsins eins og oft er, hafi þjónusta verið skert í jafn fjölmennum söfnuði.109 Ekki leið heldur á löngu áður en Pétur hlaut þá eldskírn í starfi sem fullyrða má að fáir prestar hér á landi hafa reynt á fyrstu mánuðum sínum í starfi. Í lok maí 1947 varð mannskæðasta slysið í íslenskri flugsögu er orðið hefur innanlands.110 Þá fórst Douglas DC-3 flugvél Flugfélags Íslands með einkennisstaf- ina TF-ISI í Hestfjalli við Héðinsfjörð. Allir sem í vélinni voru fórust, 21 farþegi og fjögurra manna áhöfn.111 Það kom í hlut Péturs að til- kynna aðstandendum um atburðinn og annast sálgæslu þeirra sem voru á Akureyri. Þá stóð hann fyrir athöfn á Torfunefsbryggju er komið var með jarðneskar leifar þeirra sem fórust til Akureyrar en mikið fjölmenni hafði þá safnast saman við höfnina. Líkunum var síðan komið fyrir í kapellu kirkjunnar.112 Jafnframt var í kirkjunni fjölmenn minningarat- höfn um þau þrettán sem flutt voru til Reykjavíkur með varðskipinu Ægi.113 Enn var þá ólokið viðhafnarmikilli útför þeirra tíu sem jörðuð voru frá Akureyrarkirkju og grafin í kirkjugarðinum á Höfðanum. Tvær úr hópi farþeganna sem voru frá nágrannabyggðarlögum Akureyrar voru jarðaðar í heimasóknum sínum.114 Við þessar athafnir naut Pétur vissulega nærveru og aðstoðar reyndari nágrannapresta.115 Mest hlaut þó að mæða á honum sem staðarpresti. Þessir atburðir allir settu mjög svip sinn á bæjarlífið á Akureyri þessa vordaga og reyndu á samstillt átak margra. Meðal annars var ekki auðvelt að afla nægilega margra líkkistna á svo skömmum tíma sem úr var að spila.116 Akureyringar minntust auðvitað þessara atburða lengi og mér er í barnsminni hve eldra fólk dáðist að presti sínum fyrir framgöngu hans þessa döpru daga er hann gekk á milli þeirra sem um sárast áttu að binda. Er ljóst að margir hafa fylgst með Pétri á þessum ferðum hans með samhug en jafnframt forvitni um hvort hann reyndist vandanum vaxinn. Aldrei varð ég annars var en að hann hefði verið talinn stand-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.