Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 37

Andvari - 01.01.2019, Side 37
36 HJALTI HUGASON ANDVARI Pétur sýnilega ekki lama það félagsstarf sem fyrir var þótt það kæmi niður á hans eigin starfsemi. Í framhaldi af sunnudagaskólanum kom síðan æskulýðsstarf sem Pétur þróaði upp úr fermingarfræðslu fyrsta árgangsins sem gekk fyrir gafl undir handleiðslu hans. Í október 1947 var Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju stofnað. Varð starfið í kringum það til að virkja enn fleira safnaðarfólk en það sem kom að sunnudagaskólanum með prestinum. Leið heldur ekki á löngu áður en unglingarnir tóku sjálfir frumkvæði í dagskrárgerðinni.135 Samkvæmt fyrstu fundargerðum fé- lagsins og fleiri heimildum var mikið lagt upp úr virkni unglinganna sjálfra í stjórn og á fundum félagsins.136 Var þetta nýmæli í æskulýðs- starfi hér sem hingað til hafði almennt verið stjórnað af fullorðnum og út frá hugmyndum þeirra um hvað börnum og unglingum væri fyrir bestu. Vegna mikillar aðsóknar varð brátt að skipta félaginu í deildir en mörg fermingarbörn hvers árs gengu til fylgis við það og störfuðu sum í tvö til þrjú ár eftir fermingu.137 Fundir voru haldnir hálfsmán- aðarlega meðan á starfstíma skóla stóð og stundum einnig á sumrin.138 Þegar nokkur festa var komin á starfið lýsti Pétur skipulagi félagsins svo að því væri skipt í þrjár deildir eftir aldri unglinganna og væru um 50 félagar í hverri. Deildunum var svo skipt í átta kynskiptar sveit- ir.139 Starfsemi Æskulýðsfélagsins stóð lengi með miklum blóma en fór þverrandi á áttunda áratugnum.140 Við barna- og æskulýðsstarfið beitti Pétur ýmsum óhefðbundn- um aðferðum. Við upphaf þess tók hann að gefa út Æskulýðsblaðið sem börnin seldu víðs vegar um bæinn. Kom blaðið út norðanlands á árunum 1949 til 1957 en áður hafði Sunnudagaskólablaðið komið út fyrir jólin 1948. Árið 1958 tók Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar og síðar Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar við blaðinu og var það gefið út í Reykjavík 1962–1964 en síðan aftur fyrir norðan frá 1967 til 1974 en slitrótt eftir það. Þá gáfu einstakir félagar í æskulýðsfélaginu út önnur tímarit, Sæhrímni (1970–1974) og Æskulýðsfélagann (um jól 1965).141 Í tengslum við æskulýðsfélagið þróaðist svo öflugt klúbbastarf. Má þar nefna íþróttaklúbba af ýmsu tagi svo sem í handknattleik, knatt- spyrnu, badminton og hjólreiðum.142 Mest kvað þó að kappróðri en Pétur gekkst fyrir fjáröflun og fékk tvo kappróðrabáta, Glóa og Neista, smíðaða eftir sérstakri teikningu í Skipasmíðastöð KEA. Gerði Pétur þarna út á þær kjöraðstæður sem Pollurinn skapaði fyrir róðra og smá- bátasiglingar. Stundum munu hafa verið tíu fimm manna áhafnir í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.