Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 39
38 HJALTI HUGASON ANDVARI
getið þá um vorið. Er frásagan studd með tilvísun til samtímaheimild-
ar auk viðtals við Pétur sjálfan um áratug áður en hann skráði endur-
minningar sínar. Þarna er litið á samkomur þessar sem undanfara fasts
æskulýðsstarfs í kirkjunni sem hófst þá um haustið.147 Ekkert mælir þó
gegn því að aldursspönnin á þessum samfundum hafi verið breiðari en
í æskulýðsfélaginu sem einkum var ætlað unglingum upp úr fermingu.
Undir lok sjötta áratugar liðinnar aldar hafði barna- og unglingastarf
á vegum kirkjunnar eflst víða á Norðurlandi og má vafalítið líta á það
sem áhrif frá fjölbreyttu safnaðarlífi í höfuðstað fjórðungsins. Þótti
prestum nyrðra þá kominn tími til að stofna til samstarfs á því sviði og
var hugmyndin tekin á dagskrá Prestafélags hins forna Hólastiftis og
stofnfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti, ÆSK, hald-
inn haustið 1959. Voru æskulýðsfélög þá starfandi á fjórum stöðum í
umdæminu: á Siglufirði (frá 1955), í Nes- og Grenjaðarstaðarsóknum
(frá 1956) og Húsavík (frá 1959) auk Akureyrar. Hófst þá fyrir al-
vöru náið og formlegt samstarf Péturs og Sigurðar Guðmundssonar
á Grenjaðarstað en leiðir þeirra höfðu, eins og fram er komið, fyrst
legið saman í MA og síðar í guðfræðideildinni. Tóku þeir báðir sæti
í fyrstu stjórn samtakanna. Var Pétur formaður fyrsta áratuginn.148
Hlutverk sambandsins var einkum að útvega fræðsluefni og hjálpar-
gögn auk þess að standa að leiðtogafræðslu og sameiginlegum æsku-
lýðsmótum. Þá varð það snemma markmið samtakanna að hefja sum-
arbúðastarf fyrir börn.149 Snemma stofnuðu prestar í ÆSK í Hólastifti
einnig til bréfaskóla, ekki síst með þarfir barna í dreifðum byggðum í
huga. Sendi skólinn um skeið út fræðsluefni, Bréfið, til um 200 barna
og var Jón Kr. Ísfeld (1908–1991) sem þá þjónaði Æsustaðaprestakalli
í Húnavatnsprófastsdæmi ritstjóri þess.150 Þá gáfu samtökin út þrjár
barnabækur eftir þekkta höfunda, Jensínu Jensdóttur (1918–2016) og
Hreiðar Stefánsson (1918–1995) sem sömdu fjölmargar bækur fyrir
börn og unglinga undir sameiginlega höfundaheitinu Jenna og Hreiðar,
og einnig eftir Jón Kr. Ísfeld.151 Varð þessi félagsskapur til þess að
prestar víðar á landinu bundust líkum samtökum.152
Eitt fyrsta verkefni ÆSK í Hólastifti var að hefja undirbúning að
byggingu sumarbúða fyrir börn og unglinga. Til sumarbúða fyrir
drengi var fyrst stofnað hér á landi 1923 á vegum Friðriks Friðrikssonar
og KFUM í Vatnaskógi í Svínadal í Hvalfjarðarstrandarhreppi.153
KFUK hóf aftur á móti að reka sumarbúðir fyrir stúlkur í Vindáshlíð
í Kjós tæpum aldarfjórðungi síðar eða 1947.154 Á Norðurlandi voru