Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 43

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 43
42 HJALTI HUGASON ANDVARI Péturs í Bandaríkjunum eins og gilti um ýmislegt annað í þeim starfs- háttum sem hann innleiddi á Akureyri. Einnig var þó byggt á fyr- irmyndum frá Kanada sem hann kynntist síðar þótt alltaf hafi þurft að staðfæra hugmyndirnar að innlendum aðstæðum.166 Má eflaust skoða kirkjuvikurnar á Akureyri sem eina af fyrirmyndum þess lista- og menningstarfs sem nú er stundað m.a. með kirkjulistahátíðum í Hallgrímskirkju, á Seltjarnanesi og víðar. Eins og fram er komið þjónaði Friðrik J. Rafnar við Akureyrarkirkju til 1954. Kristján Róbertsson (1925–2008) tók við af honum og þjónaði til 1960. Þá kom Birgir Snæbjörnsson (1929–2008) til starfa á Akureyri og þjónaði eftir það við hlið Péturs uns hann tók við biskupsembætt- inu.167 Friðrik var af léttasta skeiði og átti við heilsubrest að stríða meðan þeir Pétur þjónuðu saman. Takmarkaði það hlut hans í fjöl- breyttu safnaðarstarfinu. Hann var þó áhugasamur og hvetjandi í því efni. Yngri prestarnir tóku aftur á móti fullan þátt í starfinu.168 Þeir komu þó ekki til starfa á Akureyri fyrr en eftir að mesta mótunartíma- bilinu var lokið. Það er því raunhæft að eigna Pétri að langmestu leyti þá miklu byltingu í starfsháttum kirkjunnar sem fram fór á Akureyri allt frá upphafi prestsþjónustu hans þar. Safnaðarstarfið á Akureyri var þó ekki borið uppi af prestum einum. Þvert á móti má segja að Pétur Sigurgeirsson hafi orðið einna fyrstur manna til að ógna prestakirkjunni sem hér starfaði um það leyti sem hann hóf störf og hefur raunar enn ekki látið verulega undan síga.169 Hann var óhræddur við að kalla safnaðarfólk til starfa á hinum ýmsu sviðum kirkjulífsins og veita því svigrúm til athafna og ákvarðana. Virkni almenns safnaðarfólks („leikmanna“) var því án efa meiri á Akureyri en víðast annars staðar á landinu. Í hirðisbréfi sínu (sjá aftar) tók Pétur þetta atriði sérstaklega til umræðu og leit þá svo á að besta leiðin til að virkja fólk í kirkjunni væri að fela því ábyrgð.170 Sem formaður Prestafélags hins forna Hólastiftis beitti Pétur sér líka fyrir stofnun leikmannaskóla sem ætlað var að styrkja og styðja áhugasama trúnaðarmenn safnaðanna í hlutverkum sínum.171 Sumarið 1977 var haldið námskeið á Hólum fyrir kirkjufólk um ýmsa þætti í safnaðar- þjónustu og árið eftir fyrir organista og presta um sameiginleg hlut- verk þeirra. Voru jafnvel uppi áform um fastan lýðháskóla á vegum kirkjunnar á Hólum en slíkur skóli starfaði í Skálholti frá 1972. Á þessum sama vettvangi voru tekin saman drög að erindisbréfum fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.