Andvari - 01.01.2019, Page 50
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 49
á Norðurlandi á svokölluðu kristniboðsári en þá var þess minnst að
þúsund ár væru liðin frá trúboði Þorvalds víðförla í Húnaþingi. Þá var
m.a. reistur minnisvarði eftir Ragnar Kjartansson (1923–1989) mynd-
höggvara við þjóðveginn hjá Stóru-Giljá.198 Bæði kristniboðsárið og
kristnitökuhátíðin eru til vitnis um rómantíska sögu- og hátíðarhyggju
sem ríkjandi var í þjóðkirkjunni á síðustu áratugum tuttugustu aldar
og miðaði að því að viðhalda tengslum kirkju og þjóðar og treysta þau.
Hér framar hefur þráfaldlega verið vísað til hirðisbréfs sem Pétur
biskup sendi prestum og söfnuðum þjóðkirkjunnar að gömlum kirkju-
legum sið um miðbik biskupsferils síns (1986). Er það besta heimildin
um guðfræði hans og þau stefnumál sem hann vildi halda fram á bisk-
upsstóli. Titill bréfsins vegur þungt í því efni en hann er Kirkjan öllum
opin. Tjáir það kirkjuskilning Péturs og er í raun lýsandi yfirskrift yfir
allt starf hans frá upphafi eins og því hefur verið lýst hér.
Ekki kemur á óvart að í bréfinu er sérstakur kafli um æsku-
lýðsmál, „Unga kirkjan“, og annar um stöðu óvígðra í kirkjunni,
„Leikmannahreyfingin“. Pétur fjallaði þó um það hjartans mál sitt
víðar í bréfinu, m.a. þegar hann lýsti einkennum lúthersku kirkjunnar.
Þar lá honum hugmynd Lúthers um „hinn almenna prestdóm“ sérstak-
lega á hjarta en í henni felst að allir skírðir einstaklingar séu kallaðir
til virks hlutverks í kirkjunni og beri þar sína ábyrgð.199 Um þetta segir
Pétur í hirðisbréfinu: „Það verður hver að skilja að hann er kirkjan.“200
Þá er í bréfinu kafli um lúthersku kirkjuna en líka hina almennu kirkju
og samkirkjuhreyfinguna. Í bréfinu fjallaði Pétur líka um tengsl ríkis
og kirkju eins og fram er komið sem og það samtímamálefni sem
brann hvað mest á honum en það var friðarbaráttan sem mjög kvað að
á níunda áratug liðinnar aldar (sjá aftar).
Um merkingu einkunnarorðanna Kirkjan öllum opin ritaði Pétur
strax í öðrum kafla bréfsins sem ber sömu yfirskrift:
Þetta er undirstraumur alls þess, sem ég vil láta fram streyma og birta í þessu
hirðisbréfi mínu: Þjóðkirkjan okkar er opið samfélag og svar við dýpstu þrá
mannsandans í leit að Guði. Kirkjan birtir kærleika Hans, sem öllum stendur
til boða, er þá elsku vilja þiggja.201
— —
Kirkjan á að vera opin til þess að aðlaga starfsemi sína breyttum þjóðfélags-
háttum á hverjum tíma. Jafnframt því, sem kirkjan byggir á hefð í messu-
flutningi, er rétt að hún sé opin fyrir fjölbreytni á sviði tónlistar og notkunar