Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 50

Andvari - 01.01.2019, Page 50
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 49 á Norðurlandi á svokölluðu kristniboðsári en þá var þess minnst að þúsund ár væru liðin frá trúboði Þorvalds víðförla í Húnaþingi. Þá var m.a. reistur minnisvarði eftir Ragnar Kjartansson (1923–1989) mynd- höggvara við þjóðveginn hjá Stóru-Giljá.198 Bæði kristniboðsárið og kristnitökuhátíðin eru til vitnis um rómantíska sögu- og hátíðarhyggju sem ríkjandi var í þjóðkirkjunni á síðustu áratugum tuttugustu aldar og miðaði að því að viðhalda tengslum kirkju og þjóðar og treysta þau. Hér framar hefur þráfaldlega verið vísað til hirðisbréfs sem Pétur biskup sendi prestum og söfnuðum þjóðkirkjunnar að gömlum kirkju- legum sið um miðbik biskupsferils síns (1986). Er það besta heimildin um guðfræði hans og þau stefnumál sem hann vildi halda fram á bisk- upsstóli. Titill bréfsins vegur þungt í því efni en hann er Kirkjan öllum opin. Tjáir það kirkjuskilning Péturs og er í raun lýsandi yfirskrift yfir allt starf hans frá upphafi eins og því hefur verið lýst hér. Ekki kemur á óvart að í bréfinu er sérstakur kafli um æsku- lýðsmál, „Unga kirkjan“, og annar um stöðu óvígðra í kirkjunni, „Leikmannahreyfingin“. Pétur fjallaði þó um það hjartans mál sitt víðar í bréfinu, m.a. þegar hann lýsti einkennum lúthersku kirkjunnar. Þar lá honum hugmynd Lúthers um „hinn almenna prestdóm“ sérstak- lega á hjarta en í henni felst að allir skírðir einstaklingar séu kallaðir til virks hlutverks í kirkjunni og beri þar sína ábyrgð.199 Um þetta segir Pétur í hirðisbréfinu: „Það verður hver að skilja að hann er kirkjan.“200 Þá er í bréfinu kafli um lúthersku kirkjuna en líka hina almennu kirkju og samkirkjuhreyfinguna. Í bréfinu fjallaði Pétur líka um tengsl ríkis og kirkju eins og fram er komið sem og það samtímamálefni sem brann hvað mest á honum en það var friðarbaráttan sem mjög kvað að á níunda áratug liðinnar aldar (sjá aftar). Um merkingu einkunnarorðanna Kirkjan öllum opin ritaði Pétur strax í öðrum kafla bréfsins sem ber sömu yfirskrift: Þetta er undirstraumur alls þess, sem ég vil láta fram streyma og birta í þessu hirðisbréfi mínu: Þjóðkirkjan okkar er opið samfélag og svar við dýpstu þrá mannsandans í leit að Guði. Kirkjan birtir kærleika Hans, sem öllum stendur til boða, er þá elsku vilja þiggja.201 — — Kirkjan á að vera opin til þess að aðlaga starfsemi sína breyttum þjóðfélags- háttum á hverjum tíma. Jafnframt því, sem kirkjan byggir á hefð í messu- flutningi, er rétt að hún sé opin fyrir fjölbreytni á sviði tónlistar og notkunar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.