Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 52

Andvari - 01.01.2019, Side 52
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 51 Öfugt við dómsvaldið er vígsluvaldið óskorað í höndum biskups og hefur jafnvel aukist í seinni tíð eftir að vígslur kirkna og jafnvel kirkjugarða, sem og einstakra kirkjugripa, hafa orðið biskupsverk með bættum samgöngum. Áður voru þær alfarið í höndum prófasta eða jafnvel sóknarpresta. Þrátt fyrir að Pétur sæti aðeins tæp átta ár á bisk- upsstóli komu fjölmargar vígslur í hans hlut. Hann vígði tvo presta í Akureyrarkirkju á vígslubiskupsárum sínum. Þá endurvígði hann Flugumýrarkirkju í Blönduhlíð auk hinnar gömlu Svalbarðskirkju eða Minjasafnskirkjunnar eftir flutning hennar til Akureyrar.206 Samtals vígði hann hálfan fimmta tug presta sem sýnir mikla endurnýjun í prestastétt á níunda áratug liðinnar aldar.207 Ennfremur vígði Pétur tvo presta biskupsvígslu. Var annar þeirra fornvinur hans og sam- starfsmaður, Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað, sem tók við af honum sem vígslubiskup í Hólaumdæmi. Samstarf þeirra Péturs hélst áfram náið í biskupstíð beggja og átti Sigurður tvívegis eftir að vera staðgengill Péturs.208 Þá vígði Pétur Ólaf Skúlason til vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna 1983 og setti hann loks inn í emb- ætti biskups Íslands við eigin starfslok í júní 1989.209 Alls vígði Pétur tug kirkna enda var níundi áratugurinn mikið kirkju- byggingaskeið á Stór-Reykjavíkursvæðinu en átta þessara kirkna risu einmitt þar.210 Af kirkjuvígslunum hlýtur vígsluathöfn Hallgrímskirkju í Reykjavík að bera hæst enda er þar um eftirminnilegan atburð að ræða fyrir alla sem viðstaddir voru. Vígsludagurinn, 26. október 1986, var bjartur haustdagur og vakti það sterk hughrif að ganga inn hvítmál- að og uppljómað kirkjuskipið í upphafi athafnarinnar. Undirbúningur að byggingu kirkjunnar hófst þegar 1940 í kjölfar þess að Reykjavík var skipt upp í fjögur prestaköll.211 Sagan segir að Sigurgeir, faðir Péturs, hafi haft mikil áhrif á hvert endanlegt útlit kirkjunnar varð með því að velja milli tveggja líkana sem gerð höfðu verið eftir upp- dráttum Guðjóns Samúelssonar.212 Bygging kirkjunnar tók sama tíma og Ísraelsmenn hröktust um eyðimörkina forðum og einu ári betur, en fyrsta skóflustunga að henni var tekin í árslok 1945.213 Upphaflega mun Sigurgeir hafa áformað að byggt yrði hús er m.a. hýsti biskups- skrifstofu í næsta nágrenni kirkjunnar og að þannig risi miðstöð þjóð- kirkjunnar á Skólavörðuhæð.214 Er sú hugmynd eins konar framhald af háborgarhugmyndum Guðjóns Samúelssonar. Eins og kunnugt er vakti kirkjubyggingin, stærð hennar, útlit og stíll auk kostnaðarins við bygginguna mikla gagnrýni og deilur sem stóðu árum saman.215 Má
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.