Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 64

Andvari - 01.01.2019, Page 64
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 63 Þannig hafði öflug kirkjuleg friðarhreyfing vaxið fram og náð að hafa nokkur áhrif hér á landi. Árið 1983 gaf Mál og menning t.a.m. út bókina Kirkja og kjarnorkuvígbúnaður, en samkirkjulegt friðarráð hollenskra kirkna hafði staðið að upphaflegri útgáfu hennar.255 Hér á landi vakti ályktun Prestafélags Vestfjarða um friðarmál ekki síst athygli en það mótmælti m.a. byggingu ratsjárstöðvar á Vestfjörðum.256 Lýsti Pétur biskup yfir stuðningi við ályktun þess og lagði áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar afvopnunar risaveldanna.257 Árið eftir leiðtogafundinn í Höfða 1986 var þessari vá bægt frá um stundarsakir með samningi stórveldanna og í kjölfarið fjaraði kalda stríðið út. Þegar þessi grein er rituð eru blikur á lofti einmitt í þessu efni, sökum þess að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands hyggjast nú binda enda á samninginn. Pétur Sigurgeirsson kvaddi til fyrstu prestastefnunnar í biskupstíð sinni í júnímánuði 1982 heima á Hólum. Sú staðsetning hefur ekki verið tilviljun þar sem Pétur hafði fram að því er hann tók við bisk- upsembættinu þjónað Hólabiskupsdæmi hinu forna sem prestur og síðar vígslubiskup. Þrátt fyrir að Hólar væru ekki biskupssetur á þess- um tíma var staðurinn táknræn, kirkjuleg þungamiðja á Norðurlandi. Prestastefnan var fjölmenn en hana sótti á annað hundrað presta. Við þetta tækifæri vígði Pétur eftirmann sinn í embætti vígslubiskups, Sigurð Guðmundsson á Grenjaðarstað. Þótti stefnan takast hið besta og lauk henni með ferð í Drangey og var haft á orði að þangað hefði ekki komið biskup síðan í tíð Guðmundar góða (um 1200) en í þessari ferð voru þeir tveir!258 Friðarmálin voru helsta dagskrárefni stefnunnar, sem sýnir að þau voru Pétri hugstæð þegar í öndverðri biskupstíð hans. Þar kann þó að hafa valdið nokkru að á fundi framkvæmdanefndar Lútherska heims- sambandsins skömmu áður höfðu friðarmál verið tekin á dagskrá á síðustu stundu og samþykkt áskorun til allra aðildarkirkna sambands- ins að þær beittu sér af öllu afli fyrir afvopnun og friði.259 Um friðar- málin fórust Pétri svo orð á stefnunni: Hér sem áður liggur vegur okkar saman á Prestastefnu til þess að uppbyggjast í lifandi trú og takast á við verkefni líðandi stundar. Þá er gott og gagnlegt að líta til baka, leita áttanna og taka mið inn til hins nýja tíma. Þetta gildir ekki hvað síst um okkur, sem byggjum á grunni, sem lagður var og enginn getur annan grundvöll lagt, sem er Jesús Kristur. Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.